Fótbolti

Öll úrslitin í undankeppni HM í kvöld - Serbar fóru illa með Wales

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Serbar fóru illa með Wales í undankeppni HM í kvöld og Hollendingar, Rússar, Bosníumenn og Svartfellingar unnu einnig örugga sigra í sínum leikjum. Vísir hefur tekið saman öll úrslit kvöldsins en fjölmargir leikir fóru þá fram út um alla Evrópu.

Serbar unnu 6-1 sigur á Wales en Wales-liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Sex leikmenn skoruðu fyrir Serbíu og þar á meðal voru þeir Aleksandar Kolarov hjá Manchester City og Branislav Ivanovic hjá Chelsea. Belgar og Króatar gerðu 1-1 jafntefli í sama riðli sem þýddi að Serbía er í toppsæti riðilsins.

Mattia Destro og Federico Peluso skoruðu í upphafi og lok leiks þegar Ítalir unnu Möltumenn 2-0 en Búlgarir unnu 1-0 sigur á Armeníu í hinum leik riðilsins.

Þjóðverjar máttu þakka fyrir 2-1 sigur í Austurríki þrátt fyrir að hafa komist 2-0 yfir með mörkum Marco Reus og Mesut Özil. Austurríkismenn sóttu mikið á lokakafla leiksins og fengu færi til þess að jafna metin.

Svíar unnu 2-0 skyldusigur á Kasakstan í sínum fyrsta leik í undankeppninni. Rasmus Elm kom þeim í 1-0 á 37. mínútu en seinna markið skoraði varamaðurinn Marcus Berg í lokin.

Rúmenía og Holland eru með fullt hús í D-riðli eftir örugga sigra í kvöld. Rúmenar unnu 4-0 heimasigur á Andorra en Holland vann 4-1 útisigur á Ungverjalandi þar sem PSV-maðurinn Jeremain Lens skoraði tvö mörk. Klaas-Jan Huntelaar kom inn á fyrir Robin van Persie og innsiglaði sigurinn.

Rússar og Portúgalir unnu örugga sigra í F-riðli. Rússland vann 4-0 sigur í Ísrael en Portúgal vann Aserbaídsjan 3-0 á heimavelli. Cristiano Ronaldo skoraði ekki en lagði upp annað markið fyrir Hélder Postiga. Silvestre Varela og Bruno Alves skoruðu hin mörkin.

Edin Dzeko skoraði síðasta mark Bosníumanna í 4-1 heimasigri á Lettum en Grikkir unnu Litháa 2-0 á sama tíma. Bosnía og Grikkland hafa því unnið tvo fyrstu leiki sína í G-riðli en Bosníumenn hafa skoraði 12 mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Svartfellingar eru efstir í riðli Englendinga eftir 6-0 útisigur á San Marínó í kvöld en Svartfjallaland, England og Pólland hafa öll fjögur stig eftir tvo leiki. Pólverjar unnu 2-0 heimasigur á Moldavíu í kvöld.

Roberto Soldado tryggði Heimsmeisturum Spánar 1-0 sigur í Georgíu og Frakkar unnu 3-1 heimasigur á Hvít-Rússum. Frakkar hafa fullt hús eftir tvo leiki en þetta var fyrsti leikur Spánverja.

Úrslitin úr leikjum kvöldsins í undankeppni HM 2014:A-riðill

Serbía-Wales 6-1

1-0 Aleksandar Kolarov (16.), 2-0 Zoran Tosic (24.), 2-1 Gareth Bale (31.), 3-1 Filip Djuricic (39.), 4-1 Dusan Tadic (55.), 5-1 Branislav Ivanovic (80.), 6-1 Miralem Sulejmani (90.)

Belgía-Króatía 1-1

0-1 Ivan Perišić (6.), 1-1 Guillaume Gillet (45.)

Skotland-Makedónía 1-1

0-1 Nikolce Noveski (11.), 1-1 Kenny Miller (43.)

B-riðill

Búlgaría-Armenía 1-0

Ítalía-Malta 2-0

1-0 Mattia Destro (5.), 2-0 Federico Peluso (90.)

C-riðill

Svíþjóð-Kasakstan 2-0

1-0 Rasmus Elm (37.), 2-0 Marcus Berg (90.)

Austurríki-Þýskaland 1-2

0-1 Marco Reus (44.), 0-2 Mesut Özil, víti (52.), 1-2 Zlatko Junuzovic (57.)

D-riðill

Rúmenía-Andorra 4-0

Tyrkland-Eistland 3-0

Ungverjaland-Holland 1-4

1-0 Jeremain Lens (4.), 1-1 Balazs Dzsudzsak (7.), 1-2 Bruno Martins Indi (19.), 1-3 Jeremain Lens (53.), 1-4 Klaas-Jan Huntelaar (74.)

E-riðill

Kýpur-Ísland 1-0

1-0 Konstantinos Makridis (57.)

Noregur-Slóvenía 2-1

0-1 Marko Suler (16.), 1-1 Markus Henriksen (26.), 2-1 John Arne Riise, víti (90.)

Sviss-Albanía 2-0

1-0 Xherdan Shaqiri (22.), 2-0 Gökhan Inler (68.)

F-riðill

Ísrael-Rússland 0-4

Norður-Írland-Lúxemborg 1-1

Portúgal-Aserbaídsjan 3-0

1-0 Silvestre Varela (64.), 2-0 Hélder Postiga (85.), 3-0 Bruno Alves (88.)

G-riðill

Bosnía-Lettland 4-0

Slóvakía-Liechtenstein 2-0

Grikkland-Litháen 2-0

H-riðill

San Marinó-Svartfjallaland 0-6

Pólland-Moldóvía 2-0

England-Úkraína 1-1

0-1 Yevheniy Konoplyanka (38.), 1-1 Frank Lampard, víti (86.)

I-riðill

Georgía-Spánn 0-1

0-1 Roberto Soldado (86.)

Frakkland-Hvíta-Rússland 3-1

1-0 Etienne Capoue (49.), 2-0 Christophe Jallet (68.), 2-1 Oleg Poutilo (72.), 3-1 Franck Ribéry (80.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×