Fótbolti

Ísland tapaði fyrir Tékklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Facebook-síða KSÍ
U-17 lið Íslands þarf að bíða eftir úrslitum annarra riðla til að sjá hvort að það kemst áfram í næstu umferð undankeppni EM 2013.

Þetta varð ljóst eftir 2-0 tap liðsins fyrir Tékklandi í dag. Þetta var úrslitaleikurinn um efsta sæti riðilsins en Ísland endaði í öðru sæti með sex stig.

Sigurvegari riðlanna ellefu komast áfram í næstu umferð ásamt þeim fimm liðum sem ná bestum árangri í öðru sæti. Það kemur því í ljós síðar í haust hvort Ísland kemst áfram.

Af tölfræði leiksins að dæma höfðu Tékkar talsverða yfirburði í leiknum og áttu 25 skot í leiknum gegn sjö hjá Íslandi. Fyrra markið var skorað í lok fyrri hálfleiks og það síðara í uppbótartíma leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×