Fótbolti

Roberto Soldado bjargaði Spánverjum í Georgíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Soldado.
Roberto Soldado. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Soldado, framherji Valencia, fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði Spánverja í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM og launaði þjálfaranum Vicente del Bosque traustið með því að skora sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok.

Þetta var fyrsti leikur Spánverja í undankeppninni en þeir eiga titil að verja eftir sigur sinn á HM í Suður-Afríku sumarið 2010.

Roberto Soldado var í byrjunarliðinu frekar en Fernando Torres og David Villa. Hann fór illa með eitt færi í fyrri hálfleiknum en skoraði sigurmarkið á 86. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Cesc Fabregas.

Georgíumenn voru því afar nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik þrátt fyrir að sjá lítið af boltanum. Þeir urðu reyndar fyrir áfalli þegar markvörðurinn Giorgi Loria fór meiddur af velli 20 mínútum fyrir leikslok.

Vicente del Bosque setti Pedro, Santi Cazorl og Fabregas alla inn á í lokin til að kreista fram sigurmarkið og það bar loks árangur fjórum mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×