Áhugi annarra liða hvetur mig áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2012 06:00 Aron Jóhannsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu.fréttablaðið/anton Aron Jóhannsson, leikmaður AGF og markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur víða vakið athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, sagði við danska fjölmiðla að lið úr alls átta deildum víða um Evrópu hefðu fylgst með kappanum síðustu vikur og mánuði. „Aggi [Magnús Agnar] hefur alltaf sagt mér að einbeita mér að boltanum og pæla ekki í áhuga annarra liða. Hann hafði sagt mér frá einhverjum liðum en annars var ég bara að lesa þetta í blöðunum í dag," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. Aron er nú að glíma við tognun í nára en hann segir fréttir eins og þessar ekki trufla einbeitinguna. „Það er frekar að þetta hjálpi mér því nú vil ég leggja enn meira á mig til að ná mér góðum og koma enn sterkari til baka," segir Aron. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Aron er frá vegna tognunar í nára en hann þurfti að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem lék í undankeppni HM 2014 í upphafi síðasta mánaðar. „Ég býst við að vera frá í um tvær vikur. Draumurinn er að ná leik með AGF gegn Horsens þann 9. nóvember." Aron neitar því ekki að það sé erfitt að hafa þurft að sitja á hliðarlínunni síðustu vikurnar vegna meiðslanna. „Það var virkilega svekkjandi að missa af landsleikjunum enda í fyrsta sinn sem ég var valinn í A-landsliðið. AGF á svo stærsta leik tímabilsins á sunnudaginn þegar við mætum FCK en ég missi af honum líka," segir Aron en AGF er sem stendur í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði FCK. Aron hefur skorað tólf mörk í þrettán deildarleikjum á tímabilinu og ætlar ekki að láta áhuga annarra liða trufla sig þegar hann snýr svo til baka á völlinn. „Ég reyndi að standa mig áfram vel í leikjum með AGF og ef eitthvað spennandi kemur upp síðar meir verður það skoðað." Aron skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við AGF. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira
Aron Jóhannsson, leikmaður AGF og markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur víða vakið athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, sagði við danska fjölmiðla að lið úr alls átta deildum víða um Evrópu hefðu fylgst með kappanum síðustu vikur og mánuði. „Aggi [Magnús Agnar] hefur alltaf sagt mér að einbeita mér að boltanum og pæla ekki í áhuga annarra liða. Hann hafði sagt mér frá einhverjum liðum en annars var ég bara að lesa þetta í blöðunum í dag," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. Aron er nú að glíma við tognun í nára en hann segir fréttir eins og þessar ekki trufla einbeitinguna. „Það er frekar að þetta hjálpi mér því nú vil ég leggja enn meira á mig til að ná mér góðum og koma enn sterkari til baka," segir Aron. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Aron er frá vegna tognunar í nára en hann þurfti að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem lék í undankeppni HM 2014 í upphafi síðasta mánaðar. „Ég býst við að vera frá í um tvær vikur. Draumurinn er að ná leik með AGF gegn Horsens þann 9. nóvember." Aron neitar því ekki að það sé erfitt að hafa þurft að sitja á hliðarlínunni síðustu vikurnar vegna meiðslanna. „Það var virkilega svekkjandi að missa af landsleikjunum enda í fyrsta sinn sem ég var valinn í A-landsliðið. AGF á svo stærsta leik tímabilsins á sunnudaginn þegar við mætum FCK en ég missi af honum líka," segir Aron en AGF er sem stendur í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði FCK. Aron hefur skorað tólf mörk í þrettán deildarleikjum á tímabilinu og ætlar ekki að láta áhuga annarra liða trufla sig þegar hann snýr svo til baka á völlinn. „Ég reyndi að standa mig áfram vel í leikjum með AGF og ef eitthvað spennandi kemur upp síðar meir verður það skoðað." Aron skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við AGF.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira