Enski boltinn

Aguero með leynda kappaksturshæfileika

Argentínumaðurinn Sergio Aguero hjá Man. City gæti átt feril í kappakstri ef hann vill eftir að hafa sýnt ótrúlega takta í Formúlu 1 hermi.

Þar keppti Aguero við Cesc Fabregas, leikmann Barcelona, Nigel de Jong, leikmann Inter, og Emmanuel Frimpong, leikmann Arsenal, sem og Formúlu 1 ökumanninn Nico Rosberg.

Aguero náði langbesta tíma knattspyrnumannanna í herminum og var aðeins með sekúndu lakari tíma en sjálfur Rosberg.

Formúlu-kappinn var svo hrifinn af frammistöðu Aguero að hann hefur boðið honum að læra enn frekar hvernig eigi að keyra Formúlu-bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×