Davíð Þór Viðarsson og félagar í Östers IF unnu góðan 4-1 sigur á Brommapojkarna í sænsku b-deildinni í dag og eru í framhaldinu komnir með þriggja forystu á toppi deildinnar.
Davíð Þór skoraði fjórða og síðasta mark Öster-liðsins úr vítaspyrnu í uppbótartíma en þetta var þriðja mark hans á tímabilinu þar af það annað úr víti.
Östers IF er enn taplaust á leiktíðinni og hefur unnið 6 af 7 leikjum sínum. Stefan Karlsson, Freddy Söderberg og Johan Persson skoruðu fyrsti þrjú mörk liðsins í dag.
Davíð Þór spilaði allan leikinn á miðjunni en hann hefur spilað hverja einustu mínútu í fyrstu sjö leikjum liðsins í sumar.
Davíð Þór innsiglaði sigurinn og Öster er eitt á toppnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



