Innlent

Delta flýgur til Íslands á ný

Delta hóf flug til Keflavíkur í byrjun júní á síðasta ári og ætlar að fljúga á ný næsta sumar.
Delta hóf flug til Keflavíkur í byrjun júní á síðasta ári og ætlar að fljúga á ný næsta sumar.
Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun fljúga milli Keflavíkurflugvallar og John F. Kennedy-flugvallar í New York næsta sumar.

Delta tilkynnti þetta í gær, en flugfélagið flaug einnig hingað til lands síðasta sumar. Fimm flug verða í hverri viku frá og með 2. júní á næsta ári.

Í tilkynningu frá félaginu segir að flugleiðin hafi reynst eftirsóknarverð fyrir bandaríska ferðamenn í fyrra. Þá geti farþegar frá Íslandi náð tengiflugum beint frá Kennedy-flugvelli til 45 áfangastaða innan Bandaríkjanna.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×