Innlent

Hópuppsögn á Keflavíkurflugvelli

Þrjátíu starfsmönnum þjónustufyrirtækisins Keflavík Flight Services á Keflavíkurflugvelli var sagt upp störfum í gær.

Það gerðist í kjölfar þess  Iceland Express samdi við tékkneska félagið CSA um að annast flug fyrir félagið, en tékkneska félagið er með þjónustusamning við þjónustufyrirtæki í eigu Icelandair.

Tékkneska félagið notar Airbus vélar til flugsins og verður þjónustulið Iceland Express þjálfað á þær vélar á næstunni með því að vinna með áhöfnum tékkneska félagsins til að byrja með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×