Innlent

Ók á ljósastaur í hálku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bíllinn var dreginn burt með kranabíl.
Bíllinn var dreginn burt með kranabíl. mynd/ frikki.
Töluverð hálka er á götum borgarinnar þessa stundina, einkum í úthverfum borgarinnar eins og Breiðholti og Grafarholti. Þrátt fyrir það hefur umferð gengið nokkuð vel hingað til að sögn lögreglunnar. Þó var bíl ekið á ljósastaur í Norðurfelli, skammt frá Jórufelli, í morgun. Bíllinn var dreginn í burtu með kranabíl og kalla þurfti starfsmenn Orkuveitunnar til því að ljósastaurinn skemmdist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×