Íslenski boltinn

Þorsteinn búinn að semja við KR til ársins 2015

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Már Ragnarsson í bikarleik á móti Val í sumar.
Þorsteinn Már Ragnarsson í bikarleik á móti Val í sumar. Mynd/Daníel
Þorsteinn Már Ragnarsson hefur gengið til liðs við Íslands- og bikarmeistara KR en það kom fram á heimasíðu KR-inga í kvöld að sóknarmaðurin hafi skrifað undir samning sem gildir út leiktíðina 2015.

„Þorsteinn kemur frá Víkingi í Ólafsvík. Félögin náðu samkomulagi um vistaskipti Þorsteins í hadeginu í dag og Þorsteinn skrifaði undir samning núna áðan," segir í fréttinni á heimasíðu KR.

Þorsteinn hefur verið lykilmaður í liði Víkingi í Ólafsvík síðustu ár en hann skoraði 6 mörk í 18 leikjum í 1. deildinni í sumar og hjálpaði nýliðum Víkings að ná fjórða sæti deildarinnar. Þorsteinn skoraði 18 mörk í 21 leik í 2.deildinni sumarið 2010 en Víkingsliðið fór þá alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar.

Þorsteinn er 21 árs gamall og hefur alls skorað 29 mörk í 93 deildar- og bikarleikjum með Víkingi og Snæfelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×