Enski boltinn

Berbatov og Dzeko á bekknum í Manchester-slagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dimitar Berbatov er örugglega ekki sáttur.
Dimitar Berbatov er örugglega ekki sáttur. Mynd/AP
Búlgarinn Dimitar Berbatov og Bosníumaðurinn Edin Dzeko eru báðir á bekknum þegar Manchester United tekur á móti Manchester City á Old Trafford í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Dimitar Berbatov er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 19 mörk en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sir Alex Ferguson ákveður að byrja með hann á bekknum í stórleik og hafa Wayne Rooney einan frammi.

Það er ljóst á þessum byrjunarliðum að stjórarnir, Ferguson hjá United og Roberto Mancini hjá City, ætla að fara varlega í sakirnar í dag.



Byrjunarliðin á Old Trafford í dag:

Manchester United

Byrjunarlið: Van der Sar, O'Shea, Smalling, Vidic, Evra, Fletcher, Scholes, Anderson, Nani, Rooney, Giggs.

Varamenn: Lindegaard, Brown, Owen, Berbatov, Hernandez, Carrick, Rafael Da Silva.

Manchester City



Byrjunarlið: Hart, Richards, Kompany, Lescott, Zabaleta, Milner, Barry, Toure Yaya, Kolarov, Silva, Tevez.



Varamenn:
Given, Wright-Phillips, Dzeko, Boateng, Vieira, Jo, Toure.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×