Enski boltinn

Cole stóð fyrir hasar í göngunum eftir leik í gær

Ashley Cole tókst að standa fyrir látum við búningsherbergi Man. City eftir leik City og Chelsea í gær sem Chelsea vann. Cole öskraði að hurð Man. City sem leikmenn liðsins kunnu ekki að meta svo þeir komu út á gang að svara fyrir sig.

"Ég veit ekki hvað Cole sagði. Ég skildi það ekki en ef þeir voru að segja að við værum topplið þá er það hið besta mál. Þeir misstu sig í gleðinni því þeir vissu að þeir hefðu verið að vinna topplið," sagði Roberto Mancini, stjóri Man. City.

Frank Lampard, sem tryggði Chelsea sigur, segir að tilfinningarnar hafi tekið völdin.

"Stundum missa menn sig í gleðinni. Ég hef áður lent í svona léttum látum en leikmenn beggja liða bera virðingu fyrir hvor öðrum," sagði Lampard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×