Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga í knattspyrnu, mun ekki fá neina refsingu fyrir ummæli sín eftir leik KR og Keflavíkur á sunnudagskvöld, en þar fór þjálfarinn ófögrum orðum um frammistöðu Gunnars Jarls, dómara leiksins.
Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, ætlar ekki að vísa ummælum þjálfarans til aganefndar KSÍ þó svo að hann harmi slík ummæli. Þórir telur að Willum hafa ekki brotið gegn reglugerðum KSÍ.
Þetta kemur fram í viðtali við Þórir Hákonarson á vefsíðunni www.fotbolti.net
Willum Þór Þórsson lét hafa eftir sér í viðtali við Vísi eftir leikinn að Gunnar Jarl Jónsson væri ofmetinn dómari og ekki hæfur til að dæma í efstu deild. Willum var ekki sáttur við jöfnunarmark KR-inga í leiknum en hann vildi meina að brotið hefði verið á tveimur leikmönnum Keflvíkinga í aðdraganda marksins. Atvikið var mjög svo umdeilt.
Willum sleppur með skrekkinn

Tengdar fréttir

Willum: Sorgleg frammistaða hjá Gunnari
„Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og mér fannst strákarnir berjast eins og ljón allan leikinn,“sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn í kvöld.