Enski boltinn

Newcastle vann mikilvægan útisigur gegn Birmingham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leon Best skorar hér í kvöld.
Leon Best skorar hér í kvöld.

Newcastle bar sigur úr býtum gegn Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, 2-0. Peter Løvenkrands og Leon Best skoruðu mörk Newcastle en argentínski leikmaðurinn Jonas Gutierrez lagði upp bæði mörkin í leiknum.

Peter Løvenkrands skoraði fyrsta mark leiksins á annarri mínútu leiksins eftir frábæran undirbúning hjá Gutierrez.

Gutierrez var aftur á ferðinni á 50. mínútu en þá átti hann frábæra fyrirgjöf á Leon Best sem skallaði boltann í netið.

Newcastle komst í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn í kvöld og eiga enn möguleika á því að komast í Evrópukeppni.

Birmingham eru í 14. sæti með 30 stig eftir leikinn í kvöld en aðeins eru þrjú stig í fallsæti fyrir þá bláklæddu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×