Enski boltinn

De Gea fór næstum til Wigan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David De Gea.
David De Gea. Nordic Photos/AFP
Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær spænski markvörðurinn David De Gea skrifar undir samning við Man. Utd. Hann er staddur í Manchester þar sem hann hefur verið að gangast undir læknisskoðun hjá United.

Roberto Martinez, stjóri Wigan, hefur nú greint frá því hversu litlu munaði að hann hefði fengið De Gea frítt til félagsins.

"Við vorum búnir að ganga frá lánssamningi við Atletico Madrid en Atletico hætti við á lokadegi félagaskiptagluggans," sagði Martinez en hann vildi fá De Gea fyrir tveim árum síðan.

"Það var skynsamlega gert hjá Atletico að halda honum. Hinir markverðirnir meiddust skömmu síðar. Hann fékk tækifæri og hefur ekki litið til baka síðan. Ég hef lengi fylgst með honum og hann er frábær. Miðað við verðmiðann sem talað er um tel ég að Man. Utd sé að gera ótrúleg kaup."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×