Fótbolti

Eiður Smári á skotskónum - skoraði tvö fyrir varaliðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eið Smára líður greinilega betur hjá Fulham en Stoke.. Mynd/heimasíða fulham fc.
Eið Smára líður greinilega betur hjá Fulham en Stoke.. Mynd/heimasíða fulham fc.

Eiður Smári Guðjohnsen byrjar vel fyrir Fulham en hann skoraði tvö mörk fyrir varaliðið í 4-1 sigri á Everton fyrr í dag. Eiður er heldur betur að sýna Mark Hughes, framkvæmdarstjóra Fulham, að hann sé traustsins verður og það búa enn miklir hæfileikar í leikmanninum.

Eiður Smári, Bobby Zamora og Gaël Kakuta voru allir í byrjunarliði Fulham en þeir gætu spilað stórt hlutverk fyrir aðallið Fulham það sem eftir lifir tímabilsins.

Bobby Zamora skoraði fyrsta mark leiksins en hann ökklabrotnaði snemma á tímabilinu og er að komast í leikform á ný. Það var síðan á 25. mínútu þegar Eiður kom Fulham í 2-0 eftir frábært skot rétt fyrir utan vítateiginn.

Eiður skoraði þriðja mark Fulham eftir klukkutíma leik beint úr aukaspyrnu en nokkrum andartökum áður misnotaði Íslendingurinn virkilega gott færi.

Eiði Smára var síðan skipt útaf rétt eftir markið, en hann hefur án efa náð að heilla Mark Hughes eftir frammistöðuna. Það var síðan Danny Hoesen sem skoraði síðasta mark Fulham í leiknum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×