Enski boltinn

Markalaust hjá Spurs og West Ham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Modric og Parker eigast við í dag.
Modric og Parker eigast við í dag.
Tottenham varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar er liðið gerði aðeins markalaust jafntefli á heimavelli gegn West Ham.

West Ham að sama skapi ánægt með stigið enda í botnbaráttuslag þar sem hvert stig skiptir máli.

Þrátt fyrir markaleysið var leikurinn ansi fjörugur. Spurs fékk fleiri og betri færi en virtist fyrirmunað að skora.

Gareth Bale var ansi nærri því að skora úr aukaspyrnu í lok leiksins en Robert Green varði með heimsklassamarkvörslu.

Spurs sem fyrr í fimmta sæti eftir leikinn á meðan West Ham komst upp úr fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×