Tottenham hélt hreinu og komst áfram í 8-liða úrslit Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 9. mars 2011 21:31 William Gallas bjargar hér á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið. Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok. Gestirnir frá Mílanó voru sterkari aðilinn í fyrri háfleik og heimamenn voru stálheppnir að fá ekki á sig mark. Brasilíumaðurinn Robinho fékk frábært færi á lokamínútu leiksins en skot hans fór rétt yfir markið. Þetta var ekki eina færið sem Robinho fékk í leiknum – og reyndar fékk hann bestu færin. Á 25. mínútu bjargaði William Gallas á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið og boltinn breytti um stefnu á Sandro. Pato var nálægt því að skora á 77. mínútu en skot hans fór í hliðarnetið. Harry Redknapp knattspyrnustjói Tottenham tók ekki þá áhættu að setja Gareth Bale í byrjunarliðið en hann kom inn á í síðari hálfleik. Rafael van der Vaart byrjaði hjá Tottenham en hann hefur verið meiddur að undanförnu. Sóknarleikur Tottenham var alls ekki eins og þeir eru vanir að bjóða stuðningsmönnum sínum uppá – og marktækifæri liðsins voru sárafá. AC Milan stillti upp sókndjörfu liði en Pato, Robinho og Zlatan Ibrahimovic voru allir í byrjunarliðinu. Zlatan var langt frá sínu besta en Robinho fékk tvö bestu færin, og Pato lét einnig að sér kveða. Barcelona frá Spáni og Shaktar Donetzk frá Úkraínu eru einnig komin í 8-liða úrslit keppninnar. Á þriðjudaginn í næstu viku mætast Manchester United frá Englandi og Marseille frá Frakklandi. Bayern München frá Þýskalandi tekur á móti Inter en ítalska liðið hefur titil að verja.Tottenham: Gomes, Corluka, Dawson, Gallas, Assou-Ekotto, Lennon, Modric, Sandro, Pienaar, Van der Vaart, Crouch. Subs: Cudicini, Hutton, Bale, Jenas, Pavlyuchenko, Defoe, King.AC Milan: Abbiati, Abate, Thiago Silva, Nesta, Jankulovski, Boateng, Flamini, Seedorf, Robinho, Ibrahimovic, Alexandre Pato. Subs: Amelia, Strasser, Papastathopoulos, Oddo, Merkel, Yepes, Antonini. Dómari: Frank De Bleeckere (Belgíu) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Sjá meira
Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok. Gestirnir frá Mílanó voru sterkari aðilinn í fyrri háfleik og heimamenn voru stálheppnir að fá ekki á sig mark. Brasilíumaðurinn Robinho fékk frábært færi á lokamínútu leiksins en skot hans fór rétt yfir markið. Þetta var ekki eina færið sem Robinho fékk í leiknum – og reyndar fékk hann bestu færin. Á 25. mínútu bjargaði William Gallas á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið og boltinn breytti um stefnu á Sandro. Pato var nálægt því að skora á 77. mínútu en skot hans fór í hliðarnetið. Harry Redknapp knattspyrnustjói Tottenham tók ekki þá áhættu að setja Gareth Bale í byrjunarliðið en hann kom inn á í síðari hálfleik. Rafael van der Vaart byrjaði hjá Tottenham en hann hefur verið meiddur að undanförnu. Sóknarleikur Tottenham var alls ekki eins og þeir eru vanir að bjóða stuðningsmönnum sínum uppá – og marktækifæri liðsins voru sárafá. AC Milan stillti upp sókndjörfu liði en Pato, Robinho og Zlatan Ibrahimovic voru allir í byrjunarliðinu. Zlatan var langt frá sínu besta en Robinho fékk tvö bestu færin, og Pato lét einnig að sér kveða. Barcelona frá Spáni og Shaktar Donetzk frá Úkraínu eru einnig komin í 8-liða úrslit keppninnar. Á þriðjudaginn í næstu viku mætast Manchester United frá Englandi og Marseille frá Frakklandi. Bayern München frá Þýskalandi tekur á móti Inter en ítalska liðið hefur titil að verja.Tottenham: Gomes, Corluka, Dawson, Gallas, Assou-Ekotto, Lennon, Modric, Sandro, Pienaar, Van der Vaart, Crouch. Subs: Cudicini, Hutton, Bale, Jenas, Pavlyuchenko, Defoe, King.AC Milan: Abbiati, Abate, Thiago Silva, Nesta, Jankulovski, Boateng, Flamini, Seedorf, Robinho, Ibrahimovic, Alexandre Pato. Subs: Amelia, Strasser, Papastathopoulos, Oddo, Merkel, Yepes, Antonini. Dómari: Frank De Bleeckere (Belgíu)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Sjá meira