Enski boltinn

Bjargar 140 gráðu frost West Ham frá falli?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Robbie Keane framherji West Ham vonast til þess að hann verði fljótari að jafna sig á meiðslum sem hrjáð hann í kálfa með því að fara í "ískalda“ meðferð.
Robbie Keane framherji West Ham vonast til þess að hann verði fljótari að jafna sig á meiðslum sem hrjáð hann í kálfa með því að fara í "ískalda“ meðferð. Nordic Photos/Getty Images
Robbie Keane framherji West Ham vonast til þess að hann verði fljótari að jafna sig á meiðslum sem hrjáð hann í kálfa með því að fara í "ískalda" meðferð sem felst í því að vera í nokkrar mínútur í klefa þar sem er 140 stiga frost. Framhaldið er spennandi því meðferðin gæti bjargað liðinu frá falli ef Keane kemst í lag á ný og fer að skora mörk.

Meðferðin kallast kriotheraphy og eru fjölmörg lið sem hafa nýtt sér þessa meðferð fyrir leikmenn sem eru meiddir. Þar fer lið Tottenham fremst í þeim flokki. Enda er liðið með einn lengsta meiðslalista seinni tíma.

Keane var fenginn til West Ham til þess að bjarga liðinu frá falli en hann skoraði í sínum fyrsta leik eftir að hann kom frá Tottenham. Keane meiddist á kálfa þann 6. febrúar s.l. og var gert ráð fyrir því að hann yrði frá keppni í allt að sex vikur. Hann hefur verið duglegur að mæta í „ísklefann" að undanförnu og eru forráðamenn West Ham vongóðir um að Keane verði tilbúinn í slaginn mun fyrr.

Frétt Daily Mail um slíka meðferð hjá Tottenham.

Í kriotheraphy klefanum er notað fljótandi köfnunarefni til þess að koma hitastiginu í -140 gráður. Þeir sem fara í klefann þurfa að klæðast hlífðarnærfatnaði á fótum og andlit þeirra og öndunarfæri eru vel varin fyrir kuldanum.

Fyrsta stig meðferðarinnar felst í aðlögun þar sem að hitastigið fer niður í -60 og að því loknu fer hitastigið niður í -140 gráður. Aðeins er hægt að vera í 2-4 mínútur í klefanum í þeim aðstæðum.

Tilgangur meðferðarinnar er að auka blóðflæði á þeim svæðum þar sem að íþróttamennirnir eru að glíma við meiðsli. Samkvæmt rannsóknum er blóðflæðið þrefalt til fjórfalt meira á þeim svæðum í skamma stund eftir meðferðina – og það flýtir fyrir bata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×