Fótbolti

UEFA rannsakar stuðningsmenn Marseille og United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nani með laser-geislann á enninu í leiknum í gær.
Nani með laser-geislann á enninu í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Knattspyrnusamband Evrópu hefur sett af stað rannsóknir vegna hegðunar stuðningsmanna Marseille og Manchester United á leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær.

Laser-pennum var beint að þeim Nani og Patrice Evra en árið 2008 var annað franskt félag, Lyon, sektað fyrir svipað mál eftir leik gegn United. Þá var pennanum beint að Cristiano Ronaldo.

Þá hefur UEFA einnig ákveðið að rannsaka staðhæfingar um að stuðningsmenn United hafi kveikt á blysi í stúkunni sem er vitanlega stranglega bannað samkvæmt reglum sambandsins.

Málin verða bæðin tekin fyrir þann 17. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×