Enski boltinn

Wenger: Fabregas verður ekki með á sunnudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Mynd/AP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðgest það að Cesc Fabregas, fyrirliði liðsins, verði ekki með á móti Birmingham í úrslitaleik enska deildarbikarsins á Wembley á sunnudaginn. Fabregas meiddist snemma í 1-0 sigri Arsenal á Stoke í gærkvöldi.

„Þetta eru lítil meiðsli en það er samt öruggt að Cesc verður ekki með á sunnudaginn. Ég veit hinsvegar ekki hversu lengi hann verður frá," sagði Arsene Wenger.

Arsenal verður ekki aðeins án Cesc Fabregas í leiknum því Theo Walcott meiddist á ökkla í leiknum í gær og verður heldur ekki með á móti Birmingham.

Það er því óvíst hvort þeir félagar verði með í seinni leiknum á móti Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á Nou Camp 8. mars næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×