Fótbolti

Van Basten á leið til Ajax

Van Basten þykir liðtækur kylfingur.
Van Basten þykir liðtækur kylfingur.
Gömlu stjörnurnar streyma aftur til Ajax þessi misserin og nú er búist við því að gamla markamaskínan Marco Van Basten verði ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Van Basten lék með Ajax á sínum tíma og hefur einnig þjálfað liðið. Johan Cruyff hefur óskað eftir því að Van Basten komi til félagsins og Van Basten ku ætla að svara kallinu.

Van Basten er í viðræðum við stjórnarmenn félagsins sem stendur.

"Ég get vel hugsað mér að vinna og búa áfram í Amsterdam. Ég þarf samt smá umhugsunartíma. Mér liggur ekkert á og ekki Cruyff heldur þannig að þetta er allt í góðu," sagði Van Basten.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×