LdB FC Malmö, lið þeirra Þóru B. Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, vann mikilvægan sigur í sænsku kvennadeildinni í kvöld. LdB FC Malmö vann þá 1-0 útisigur á Hammarby og náði fyrir vikið eins stigs forskoti á toppnum fyrir lokaumferðina sem fram fer um næstu helgi.
Þóra og Sara Björk spiluðu allan leikinn með Malmö-liðinu, Þóra að sjálfsögðu í markinu en Sara í fremstu víglínu. Það var miðvörðurinn Emma Wilhelmsson sem skoraði sigurmarkið strax á 12. mínútu leiksins.
LdB FC Malmö getur tryggt sér sænska meistaratitilinn annað árið í röð með sigri á Eddu Garðarsdóttir og Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur í lokaumferðinni en Malmö fær þá Örebro í heimsókn.
Kopparbergs/ Göteborg FC er stigi á eftir Malmö en mætir Tyresö FF á útivelli í lokaleiknum. Tyresö-liðið á líka möguleika á titlinum en liðið er þremur stigum á eftir Malmö en með betri markatölu.
Þóra og Sara á toppnum fyrir lokaumferðina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti

