Besti leikur Margrétar Láru í nokkur ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2011 08:00 Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæran leik fyrir Ísland í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Ísland vann í gær glæsilegan 2-1 sigur á Svíþjóð á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands sem lenti þó marki undir strax í upphafi leiksins. Svíþjóð er í fjórða sætinu á heimslista FIFA en Ísland hefur aldrei fyrr unnið svo hátt skrifað lið. Þetta er jafnfram fyrsti sigur Íslands á Svíþjóð í tíu tilraunum en þegar þessi lið áttust við á sama móti í fyrra unnu Svíar 5-1 sigur. Svíar eru þar að auki aðeins ein af fjórum Evrópuþjóðum sem komu sér í gegnum undankeppnina fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í sumar. „Þetta var frábær sigur," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari. „Þetta var vel spilaður leikur af okkar hálfu. Leikmenn lögðu mikið á sig og sýndu mikla baráttu og ákveðni til að halda þetta út og ná sigrinum." Sex mánuðir eru síðan að landsliðið kom síðasta saman. „Við náðum tveimur æfingum fyrir þennan leik og einum liðsfundi. Það sýndi sig í upphafi leiksins enda voru þær svolítið ryðgaðar og fengu á sig mark snemma. En við unnum okkur vel inn í leikinn eftir það, voru skiplögð og gáfum fá færi á okkur." Hann hrósaði Margréti Láru sérstaklega en hún hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri vegna þrálátra meiðsla. „Ég hef ekki séð hana spila jafn vel í nokkur ár. Það er í raun allt annað að sjá til hennar. Hún hefur unnið vel úr sínum meiðslum og ég tel að fáir leikmenn hafi hlupið meira en hún í dag. Markið sem hún skoraði var mjög gott. Hún þefaði færið uppi og kláraði það upp á eigin spýtur. Það er frábært að sjá hana í sínu gamla formi á ný," sagði landsliðsþjálfarinn. Staðan í hálfleik var 1-1 en Katrín kom Íslandi yfir á 54. mínútu af miklu harðfylgi eftir aukaspyrnu Eddu Garðarsdóttur inn í teig. „Eftir það var það bara spurning um að halda einbeitingunni í lagi, berjast, tala saman og halda þetta út. Ég skipti fjórum varamönnum inn á en það skipti engu máli því allir sem fengu tækifæri í dag nýttu það mjög vel. Það er sjaldgæft að vinna svo sterkt lið eftir að hafa lent undir og ég tel líklegt að þetta sé í fyrsta sinn sem það gerist síðan ég tók við liðinu. Ég er virkilega stoltur og ánægður með stelpurnar." Sigurður Ragnar segir að Svíar hafi verið með sitt sterkasta lið í leiknum. „Svíar eru að undirbúa sig fyrir HM í sumar en vantaði tvo leikmenn sem eru meiddir. Það vantaði einnig leikmenn í okkar lið, svo sem Hólmfríði Magnúsdóttur, Dóru Maríu Lárusdóttur og Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur. En það var fyrst og fremst liðsheildin sem var sterk í dag og stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar. Þetta er reynslumikill hópur sem hefur spilað mikið saman undanfarin ár. Það skilaði sér vel í þessum leik þar sem við höfðum lítinn tíma til að undirbúa okkur. Við höfum haldið í okkar leikskipulag sem leikmennirnir þekkja út og inn." Á morgun mætir Ísland liði Kína sem tapaði í gær fyrir Dönum, 1-0. „Það verður skemmtilegt að mæta Kínverjum. Við unnum þær, 4-1, árið 2007 en höfum einnig tapað fyrir þeim á þessu móti. Báðir leikirnir voru jafnir enda liðin jöfn að styrkleika. Vonandi náum við góðum úrslitum og þar með tryggja okkur sterkan andstæðing úr hinum riðlinum í lokaleik okkar hér." Fótbolti Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Elvar Már til Póllands Körfubolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Sjá meira
Ísland vann í gær glæsilegan 2-1 sigur á Svíþjóð á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands sem lenti þó marki undir strax í upphafi leiksins. Svíþjóð er í fjórða sætinu á heimslista FIFA en Ísland hefur aldrei fyrr unnið svo hátt skrifað lið. Þetta er jafnfram fyrsti sigur Íslands á Svíþjóð í tíu tilraunum en þegar þessi lið áttust við á sama móti í fyrra unnu Svíar 5-1 sigur. Svíar eru þar að auki aðeins ein af fjórum Evrópuþjóðum sem komu sér í gegnum undankeppnina fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í sumar. „Þetta var frábær sigur," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari. „Þetta var vel spilaður leikur af okkar hálfu. Leikmenn lögðu mikið á sig og sýndu mikla baráttu og ákveðni til að halda þetta út og ná sigrinum." Sex mánuðir eru síðan að landsliðið kom síðasta saman. „Við náðum tveimur æfingum fyrir þennan leik og einum liðsfundi. Það sýndi sig í upphafi leiksins enda voru þær svolítið ryðgaðar og fengu á sig mark snemma. En við unnum okkur vel inn í leikinn eftir það, voru skiplögð og gáfum fá færi á okkur." Hann hrósaði Margréti Láru sérstaklega en hún hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri vegna þrálátra meiðsla. „Ég hef ekki séð hana spila jafn vel í nokkur ár. Það er í raun allt annað að sjá til hennar. Hún hefur unnið vel úr sínum meiðslum og ég tel að fáir leikmenn hafi hlupið meira en hún í dag. Markið sem hún skoraði var mjög gott. Hún þefaði færið uppi og kláraði það upp á eigin spýtur. Það er frábært að sjá hana í sínu gamla formi á ný," sagði landsliðsþjálfarinn. Staðan í hálfleik var 1-1 en Katrín kom Íslandi yfir á 54. mínútu af miklu harðfylgi eftir aukaspyrnu Eddu Garðarsdóttur inn í teig. „Eftir það var það bara spurning um að halda einbeitingunni í lagi, berjast, tala saman og halda þetta út. Ég skipti fjórum varamönnum inn á en það skipti engu máli því allir sem fengu tækifæri í dag nýttu það mjög vel. Það er sjaldgæft að vinna svo sterkt lið eftir að hafa lent undir og ég tel líklegt að þetta sé í fyrsta sinn sem það gerist síðan ég tók við liðinu. Ég er virkilega stoltur og ánægður með stelpurnar." Sigurður Ragnar segir að Svíar hafi verið með sitt sterkasta lið í leiknum. „Svíar eru að undirbúa sig fyrir HM í sumar en vantaði tvo leikmenn sem eru meiddir. Það vantaði einnig leikmenn í okkar lið, svo sem Hólmfríði Magnúsdóttur, Dóru Maríu Lárusdóttur og Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur. En það var fyrst og fremst liðsheildin sem var sterk í dag og stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar. Þetta er reynslumikill hópur sem hefur spilað mikið saman undanfarin ár. Það skilaði sér vel í þessum leik þar sem við höfðum lítinn tíma til að undirbúa okkur. Við höfum haldið í okkar leikskipulag sem leikmennirnir þekkja út og inn." Á morgun mætir Ísland liði Kína sem tapaði í gær fyrir Dönum, 1-0. „Það verður skemmtilegt að mæta Kínverjum. Við unnum þær, 4-1, árið 2007 en höfum einnig tapað fyrir þeim á þessu móti. Báðir leikirnir voru jafnir enda liðin jöfn að styrkleika. Vonandi náum við góðum úrslitum og þar með tryggja okkur sterkan andstæðing úr hinum riðlinum í lokaleik okkar hér."
Fótbolti Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Elvar Már til Póllands Körfubolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Sjá meira