Neysla neftóbaks aukist um 50% 25. mars 2011 18:41 Þrír starfsmenn í litlum skúr við Stuðlaháls sjá um að tappa á 25 tonn af neftbóki á ári hverju, en neysla á íslensku neftbóki hefur aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem tekið er upp nýtt ákvæði þar sem segir að bannað verði að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lytkarblandað reyklaust tóbak. Þetta þótti ekki nægilega skýrt í lögunum og er frumvarpið til að bregðast við tilraunum á innflutningi á bragðbættu munntóbaki. Á Íslandi hefur verið bannað með lögum að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og munntóbak frá því að ESB-tilskipun sem gerði aðildarríkjum ESB og EES-ríkjunum skylt að banna munntóbak var leidd í lög hér 1. febrúar 1997. ÁTVR framleiðir hins vegar grófkornótt neftóbak í miklum mæli en það nýtur vaxandi vinsælda meðal ungmenna sem troða því í vörina. Framleiðslan hefur nú aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum, úr 16,8 tonnum í 25,5 tonn árið 2010. Framleiðslan fer öll fram í húsakynnum ÁTVR við Stuðlaháls í Reykjavík og öll áfylling á tóbakshornum og tóbaksdósum er í litlu húsi við Stuðlaháls þar sem hún er í höndum þriggja starfsmanna. Svenn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri vörudreifingar og heildsölu tóbaks hjá ÁTVR, segir að grunnhráefnið í neftóbakið, hrátóbakið sem sé í raun möluð tóbakslauf komi frá Svíþjóð. Þetta er uppistaðan í íslenska „ruddanum". Þó innflutningur á sænsku fínkornóttu tóbaki sé bannaður er hið íslenska að uppistöðu til alveg eins, hráefnið kemur frá Swedish Match í Svíþjóð sem framleiðir snúsið svokallaða sem er bannað hér á landi. Hið íslenska er líka alveg jafn hættulegt og hið sænska en í því eru krabbameinsvaldandi efni. Eini munurinn á þessu og því sem notað er í sænska snúsið er kornastærðin. Kornið sem notað er í íslenska tóbakið er grófara. Hrátóbakið er blandað með vatni, pottösku, ammoníaki og salti og síðan geymt í eikartunnum í sjö mánuði. Að svo búnu er það flutt í litla skúrinn þar sem starfsmennirnir þrír fylla á dósir og horn. Eins og sést er þetta nokkur handavinna. Eitt horn í einu og ein dós í einu áður en þessu er raðað í kassa og sent í verslanir. Og tuttugu og fimm og hálft tonn rata í nasirnar og undir efri vörina hjá íslenskum tóbaksneytendum á ári hverju. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Þrír starfsmenn í litlum skúr við Stuðlaháls sjá um að tappa á 25 tonn af neftbóki á ári hverju, en neysla á íslensku neftbóki hefur aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem tekið er upp nýtt ákvæði þar sem segir að bannað verði að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lytkarblandað reyklaust tóbak. Þetta þótti ekki nægilega skýrt í lögunum og er frumvarpið til að bregðast við tilraunum á innflutningi á bragðbættu munntóbaki. Á Íslandi hefur verið bannað með lögum að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og munntóbak frá því að ESB-tilskipun sem gerði aðildarríkjum ESB og EES-ríkjunum skylt að banna munntóbak var leidd í lög hér 1. febrúar 1997. ÁTVR framleiðir hins vegar grófkornótt neftóbak í miklum mæli en það nýtur vaxandi vinsælda meðal ungmenna sem troða því í vörina. Framleiðslan hefur nú aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum, úr 16,8 tonnum í 25,5 tonn árið 2010. Framleiðslan fer öll fram í húsakynnum ÁTVR við Stuðlaháls í Reykjavík og öll áfylling á tóbakshornum og tóbaksdósum er í litlu húsi við Stuðlaháls þar sem hún er í höndum þriggja starfsmanna. Svenn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri vörudreifingar og heildsölu tóbaks hjá ÁTVR, segir að grunnhráefnið í neftóbakið, hrátóbakið sem sé í raun möluð tóbakslauf komi frá Svíþjóð. Þetta er uppistaðan í íslenska „ruddanum". Þó innflutningur á sænsku fínkornóttu tóbaki sé bannaður er hið íslenska að uppistöðu til alveg eins, hráefnið kemur frá Swedish Match í Svíþjóð sem framleiðir snúsið svokallaða sem er bannað hér á landi. Hið íslenska er líka alveg jafn hættulegt og hið sænska en í því eru krabbameinsvaldandi efni. Eini munurinn á þessu og því sem notað er í sænska snúsið er kornastærðin. Kornið sem notað er í íslenska tóbakið er grófara. Hrátóbakið er blandað með vatni, pottösku, ammoníaki og salti og síðan geymt í eikartunnum í sjö mánuði. Að svo búnu er það flutt í litla skúrinn þar sem starfsmennirnir þrír fylla á dósir og horn. Eins og sést er þetta nokkur handavinna. Eitt horn í einu og ein dós í einu áður en þessu er raðað í kassa og sent í verslanir. Og tuttugu og fimm og hálft tonn rata í nasirnar og undir efri vörina hjá íslenskum tóbaksneytendum á ári hverju.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira