Ekkert BootCamp án breytinga á skipulagi 10. október 2011 06:00 Rafstöðvarvegur 9 Húsið var rétt orðið fokhelt þegar Fornbílaklúbburinn varð uppiskroppa með fé og neyddist til að selja það. Í nánast sambyggðu húsi rak Orkuveitan minjasafn en hefur nú líka selt húsið.Fréttablaðið/vilhelm Ólöf Örvarsdóttir Eigi hús sem Fornbílaklúbbur Íslands reisti í Elliðaárdal að vera notað undir líkamsræktarstöð þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri í Reykjavík. „Þetta er viðkvæmt svæði og skipulagt sem safnasvæði. Það deiliskipulag stendur og hefur ekki verið breytt,“ segir Ólöf. Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að Fornbílaklúbburinn, sem fékk lóðina að gjöf frá borginni um miðjan síðasta áratug til að koma þar á fót fornbílasafni, hefði selt hús sitt þar. Líkamsræktarstöðin BootCamp hefur nú tilkynnt á vefsíðu sinni að starfsemin muni senn flytjast þangað. „Það er alveg ljóst hvað má samkvæmt deiliskipulagi og það er að hafa þarna söfn,“ segir Ólöf. „Það þarf hugsanlega að taka afstöðu til þess hvort skipulaginu verður breytt og þá hvernig en sú niðurstaða er ekki enn komin,“ segir hún. Málið sé nú í umsagnarferli í borgarkerfinu. Hún segir skipulagsyfirvöld þó ekki hafa verið því fráhverf að á þessum stað risi líkamsrækt. „Við höfum talið að það gæti átt vel við að hafa þarna einhvers konar líkamsrækt sem gæti nýtt dalinn og höfum haft jákvætt viðhorf gagnvart slíkum hugmyndum, en það þarf þá klárlega að breyta deiliskipulagi.“ Þumalputtareglan sé að slíkar breytingar taki um þrjá mánuði. Þegar Fornbílaklúbburinn fékk lóðinni úthlutað fylgdu því engar kvaðir, „ekki einu sinni að við opnuðum þetta safn“, eins og Jón Hermann Sigurjónsson, ritari klúbbsins, sagði við Fréttablaðið á laugardag. „Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „En það er erfitt að eiga við fortíðardrauga.“ Hann tekur fram að hann þekki þetta tiltekna mál ekki í þaula en sé þó þeirrar skoðunar að ekki eigi að úthluta félagasamtökum lóðum án endurgjalds án þess að skilyrða það með einhverjum hætti, sérstaklega þegar lóðin er á almenningssvæði eins og í Elliðaárdal. Hugsanlega ættu borgaryfirvöld að áskilja sér forkaupsrétt á byggingum á slíkum lóðum. „Ég mundi allavega ekki styðja svona aðgerð í dag,“ segir Páll Hjaltason.stigur@frettabladid.isPáll Hjaltason Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Ólöf Örvarsdóttir Eigi hús sem Fornbílaklúbbur Íslands reisti í Elliðaárdal að vera notað undir líkamsræktarstöð þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri í Reykjavík. „Þetta er viðkvæmt svæði og skipulagt sem safnasvæði. Það deiliskipulag stendur og hefur ekki verið breytt,“ segir Ólöf. Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að Fornbílaklúbburinn, sem fékk lóðina að gjöf frá borginni um miðjan síðasta áratug til að koma þar á fót fornbílasafni, hefði selt hús sitt þar. Líkamsræktarstöðin BootCamp hefur nú tilkynnt á vefsíðu sinni að starfsemin muni senn flytjast þangað. „Það er alveg ljóst hvað má samkvæmt deiliskipulagi og það er að hafa þarna söfn,“ segir Ólöf. „Það þarf hugsanlega að taka afstöðu til þess hvort skipulaginu verður breytt og þá hvernig en sú niðurstaða er ekki enn komin,“ segir hún. Málið sé nú í umsagnarferli í borgarkerfinu. Hún segir skipulagsyfirvöld þó ekki hafa verið því fráhverf að á þessum stað risi líkamsrækt. „Við höfum talið að það gæti átt vel við að hafa þarna einhvers konar líkamsrækt sem gæti nýtt dalinn og höfum haft jákvætt viðhorf gagnvart slíkum hugmyndum, en það þarf þá klárlega að breyta deiliskipulagi.“ Þumalputtareglan sé að slíkar breytingar taki um þrjá mánuði. Þegar Fornbílaklúbburinn fékk lóðinni úthlutað fylgdu því engar kvaðir, „ekki einu sinni að við opnuðum þetta safn“, eins og Jón Hermann Sigurjónsson, ritari klúbbsins, sagði við Fréttablaðið á laugardag. „Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „En það er erfitt að eiga við fortíðardrauga.“ Hann tekur fram að hann þekki þetta tiltekna mál ekki í þaula en sé þó þeirrar skoðunar að ekki eigi að úthluta félagasamtökum lóðum án endurgjalds án þess að skilyrða það með einhverjum hætti, sérstaklega þegar lóðin er á almenningssvæði eins og í Elliðaárdal. Hugsanlega ættu borgaryfirvöld að áskilja sér forkaupsrétt á byggingum á slíkum lóðum. „Ég mundi allavega ekki styðja svona aðgerð í dag,“ segir Páll Hjaltason.stigur@frettabladid.isPáll Hjaltason
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira