Ekkert BootCamp án breytinga á skipulagi 10. október 2011 06:00 Rafstöðvarvegur 9 Húsið var rétt orðið fokhelt þegar Fornbílaklúbburinn varð uppiskroppa með fé og neyddist til að selja það. Í nánast sambyggðu húsi rak Orkuveitan minjasafn en hefur nú líka selt húsið.Fréttablaðið/vilhelm Ólöf Örvarsdóttir Eigi hús sem Fornbílaklúbbur Íslands reisti í Elliðaárdal að vera notað undir líkamsræktarstöð þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri í Reykjavík. „Þetta er viðkvæmt svæði og skipulagt sem safnasvæði. Það deiliskipulag stendur og hefur ekki verið breytt,“ segir Ólöf. Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að Fornbílaklúbburinn, sem fékk lóðina að gjöf frá borginni um miðjan síðasta áratug til að koma þar á fót fornbílasafni, hefði selt hús sitt þar. Líkamsræktarstöðin BootCamp hefur nú tilkynnt á vefsíðu sinni að starfsemin muni senn flytjast þangað. „Það er alveg ljóst hvað má samkvæmt deiliskipulagi og það er að hafa þarna söfn,“ segir Ólöf. „Það þarf hugsanlega að taka afstöðu til þess hvort skipulaginu verður breytt og þá hvernig en sú niðurstaða er ekki enn komin,“ segir hún. Málið sé nú í umsagnarferli í borgarkerfinu. Hún segir skipulagsyfirvöld þó ekki hafa verið því fráhverf að á þessum stað risi líkamsrækt. „Við höfum talið að það gæti átt vel við að hafa þarna einhvers konar líkamsrækt sem gæti nýtt dalinn og höfum haft jákvætt viðhorf gagnvart slíkum hugmyndum, en það þarf þá klárlega að breyta deiliskipulagi.“ Þumalputtareglan sé að slíkar breytingar taki um þrjá mánuði. Þegar Fornbílaklúbburinn fékk lóðinni úthlutað fylgdu því engar kvaðir, „ekki einu sinni að við opnuðum þetta safn“, eins og Jón Hermann Sigurjónsson, ritari klúbbsins, sagði við Fréttablaðið á laugardag. „Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „En það er erfitt að eiga við fortíðardrauga.“ Hann tekur fram að hann þekki þetta tiltekna mál ekki í þaula en sé þó þeirrar skoðunar að ekki eigi að úthluta félagasamtökum lóðum án endurgjalds án þess að skilyrða það með einhverjum hætti, sérstaklega þegar lóðin er á almenningssvæði eins og í Elliðaárdal. Hugsanlega ættu borgaryfirvöld að áskilja sér forkaupsrétt á byggingum á slíkum lóðum. „Ég mundi allavega ekki styðja svona aðgerð í dag,“ segir Páll Hjaltason.stigur@frettabladid.isPáll Hjaltason Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Ólöf Örvarsdóttir Eigi hús sem Fornbílaklúbbur Íslands reisti í Elliðaárdal að vera notað undir líkamsræktarstöð þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri í Reykjavík. „Þetta er viðkvæmt svæði og skipulagt sem safnasvæði. Það deiliskipulag stendur og hefur ekki verið breytt,“ segir Ólöf. Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að Fornbílaklúbburinn, sem fékk lóðina að gjöf frá borginni um miðjan síðasta áratug til að koma þar á fót fornbílasafni, hefði selt hús sitt þar. Líkamsræktarstöðin BootCamp hefur nú tilkynnt á vefsíðu sinni að starfsemin muni senn flytjast þangað. „Það er alveg ljóst hvað má samkvæmt deiliskipulagi og það er að hafa þarna söfn,“ segir Ólöf. „Það þarf hugsanlega að taka afstöðu til þess hvort skipulaginu verður breytt og þá hvernig en sú niðurstaða er ekki enn komin,“ segir hún. Málið sé nú í umsagnarferli í borgarkerfinu. Hún segir skipulagsyfirvöld þó ekki hafa verið því fráhverf að á þessum stað risi líkamsrækt. „Við höfum talið að það gæti átt vel við að hafa þarna einhvers konar líkamsrækt sem gæti nýtt dalinn og höfum haft jákvætt viðhorf gagnvart slíkum hugmyndum, en það þarf þá klárlega að breyta deiliskipulagi.“ Þumalputtareglan sé að slíkar breytingar taki um þrjá mánuði. Þegar Fornbílaklúbburinn fékk lóðinni úthlutað fylgdu því engar kvaðir, „ekki einu sinni að við opnuðum þetta safn“, eins og Jón Hermann Sigurjónsson, ritari klúbbsins, sagði við Fréttablaðið á laugardag. „Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „En það er erfitt að eiga við fortíðardrauga.“ Hann tekur fram að hann þekki þetta tiltekna mál ekki í þaula en sé þó þeirrar skoðunar að ekki eigi að úthluta félagasamtökum lóðum án endurgjalds án þess að skilyrða það með einhverjum hætti, sérstaklega þegar lóðin er á almenningssvæði eins og í Elliðaárdal. Hugsanlega ættu borgaryfirvöld að áskilja sér forkaupsrétt á byggingum á slíkum lóðum. „Ég mundi allavega ekki styðja svona aðgerð í dag,“ segir Páll Hjaltason.stigur@frettabladid.isPáll Hjaltason
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira