Ekkert BootCamp án breytinga á skipulagi 10. október 2011 06:00 Rafstöðvarvegur 9 Húsið var rétt orðið fokhelt þegar Fornbílaklúbburinn varð uppiskroppa með fé og neyddist til að selja það. Í nánast sambyggðu húsi rak Orkuveitan minjasafn en hefur nú líka selt húsið.Fréttablaðið/vilhelm Ólöf Örvarsdóttir Eigi hús sem Fornbílaklúbbur Íslands reisti í Elliðaárdal að vera notað undir líkamsræktarstöð þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri í Reykjavík. „Þetta er viðkvæmt svæði og skipulagt sem safnasvæði. Það deiliskipulag stendur og hefur ekki verið breytt,“ segir Ólöf. Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að Fornbílaklúbburinn, sem fékk lóðina að gjöf frá borginni um miðjan síðasta áratug til að koma þar á fót fornbílasafni, hefði selt hús sitt þar. Líkamsræktarstöðin BootCamp hefur nú tilkynnt á vefsíðu sinni að starfsemin muni senn flytjast þangað. „Það er alveg ljóst hvað má samkvæmt deiliskipulagi og það er að hafa þarna söfn,“ segir Ólöf. „Það þarf hugsanlega að taka afstöðu til þess hvort skipulaginu verður breytt og þá hvernig en sú niðurstaða er ekki enn komin,“ segir hún. Málið sé nú í umsagnarferli í borgarkerfinu. Hún segir skipulagsyfirvöld þó ekki hafa verið því fráhverf að á þessum stað risi líkamsrækt. „Við höfum talið að það gæti átt vel við að hafa þarna einhvers konar líkamsrækt sem gæti nýtt dalinn og höfum haft jákvætt viðhorf gagnvart slíkum hugmyndum, en það þarf þá klárlega að breyta deiliskipulagi.“ Þumalputtareglan sé að slíkar breytingar taki um þrjá mánuði. Þegar Fornbílaklúbburinn fékk lóðinni úthlutað fylgdu því engar kvaðir, „ekki einu sinni að við opnuðum þetta safn“, eins og Jón Hermann Sigurjónsson, ritari klúbbsins, sagði við Fréttablaðið á laugardag. „Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „En það er erfitt að eiga við fortíðardrauga.“ Hann tekur fram að hann þekki þetta tiltekna mál ekki í þaula en sé þó þeirrar skoðunar að ekki eigi að úthluta félagasamtökum lóðum án endurgjalds án þess að skilyrða það með einhverjum hætti, sérstaklega þegar lóðin er á almenningssvæði eins og í Elliðaárdal. Hugsanlega ættu borgaryfirvöld að áskilja sér forkaupsrétt á byggingum á slíkum lóðum. „Ég mundi allavega ekki styðja svona aðgerð í dag,“ segir Páll Hjaltason.stigur@frettabladid.isPáll Hjaltason Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ólöf Örvarsdóttir Eigi hús sem Fornbílaklúbbur Íslands reisti í Elliðaárdal að vera notað undir líkamsræktarstöð þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri í Reykjavík. „Þetta er viðkvæmt svæði og skipulagt sem safnasvæði. Það deiliskipulag stendur og hefur ekki verið breytt,“ segir Ólöf. Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að Fornbílaklúbburinn, sem fékk lóðina að gjöf frá borginni um miðjan síðasta áratug til að koma þar á fót fornbílasafni, hefði selt hús sitt þar. Líkamsræktarstöðin BootCamp hefur nú tilkynnt á vefsíðu sinni að starfsemin muni senn flytjast þangað. „Það er alveg ljóst hvað má samkvæmt deiliskipulagi og það er að hafa þarna söfn,“ segir Ólöf. „Það þarf hugsanlega að taka afstöðu til þess hvort skipulaginu verður breytt og þá hvernig en sú niðurstaða er ekki enn komin,“ segir hún. Málið sé nú í umsagnarferli í borgarkerfinu. Hún segir skipulagsyfirvöld þó ekki hafa verið því fráhverf að á þessum stað risi líkamsrækt. „Við höfum talið að það gæti átt vel við að hafa þarna einhvers konar líkamsrækt sem gæti nýtt dalinn og höfum haft jákvætt viðhorf gagnvart slíkum hugmyndum, en það þarf þá klárlega að breyta deiliskipulagi.“ Þumalputtareglan sé að slíkar breytingar taki um þrjá mánuði. Þegar Fornbílaklúbburinn fékk lóðinni úthlutað fylgdu því engar kvaðir, „ekki einu sinni að við opnuðum þetta safn“, eins og Jón Hermann Sigurjónsson, ritari klúbbsins, sagði við Fréttablaðið á laugardag. „Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „En það er erfitt að eiga við fortíðardrauga.“ Hann tekur fram að hann þekki þetta tiltekna mál ekki í þaula en sé þó þeirrar skoðunar að ekki eigi að úthluta félagasamtökum lóðum án endurgjalds án þess að skilyrða það með einhverjum hætti, sérstaklega þegar lóðin er á almenningssvæði eins og í Elliðaárdal. Hugsanlega ættu borgaryfirvöld að áskilja sér forkaupsrétt á byggingum á slíkum lóðum. „Ég mundi allavega ekki styðja svona aðgerð í dag,“ segir Páll Hjaltason.stigur@frettabladid.isPáll Hjaltason
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira