Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Erla Hlynsdóttir skrifar 10. október 2011 18:29 Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James „Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. Anna Björnsdóttir fór frá Íslandi á laugardag og til Santa Monica í Bandaríkjunum þar sem hún og eiginmaður hennar eiga hús. Það var einmitt í Santa Monica sem Bulger og kærastan hans voru nágrannar Önnu. Anna starfar nú sem jógakennari en flestir Íslendingar hafa líklega séð hana leika umboðsmann Grýlanna í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þar sem margir bandaríkjamenn efuðust um tilvist íslenska uppljóstrarans ákvað dagblaðið Boston Globe að birta í gær nafn Önnu, nokkuð sem hefur verið gagnrýnt í öðrum þarlendum fjölmiðlum. „Áður en fréttin birtist spáðum við mikið í það hvort við ættum að nafngreina hana. Við höfðum samband við FBI og ríkissaksóknarann í Boston sem fer með saksókn í málinu gegn Whitey Bulger. Við spurðum hvort menn hefðu áhyggjur af öryggi hennar, hvort menn teldu að öryggi hennar væri í hættu og okkur var sagt að svo væri ekki. Við hefðum ekki birt nafn hennar ef okkur hefði verið sagt að opinberun nafns hennar yrði henni lífshættulegt," segir Shelley Murphy, blaðakona Boston Globe, í samtali við fréttastofu í dag. Murphy bendir á að tugir vitna í málinu hafi stigið fram frá því gefin var út ákæra á hendur Bulger. „Fjölmargir munu bera vitni gegn honum fyrir rétti og þeir njóta ekki vitnaverndar. Þeir ganga um stræti Boston og engin hefur gripið til aðgerða gegn þeim," segir Murphy. Murphy hefur tvisvar komið til Íslands til að reyna að ná tali af Önnu en án árangurs. Murphy sendi Önnu síðast tölvupóst á föstudag þar sem hún spurði hvort Anna gerði athugasemdir við að nafn hennar yrði birt í fjölmiðlum, og segir Murphy að hún hafi ekkert svar fengið. Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30 Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39 Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James „Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. Anna Björnsdóttir fór frá Íslandi á laugardag og til Santa Monica í Bandaríkjunum þar sem hún og eiginmaður hennar eiga hús. Það var einmitt í Santa Monica sem Bulger og kærastan hans voru nágrannar Önnu. Anna starfar nú sem jógakennari en flestir Íslendingar hafa líklega séð hana leika umboðsmann Grýlanna í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þar sem margir bandaríkjamenn efuðust um tilvist íslenska uppljóstrarans ákvað dagblaðið Boston Globe að birta í gær nafn Önnu, nokkuð sem hefur verið gagnrýnt í öðrum þarlendum fjölmiðlum. „Áður en fréttin birtist spáðum við mikið í það hvort við ættum að nafngreina hana. Við höfðum samband við FBI og ríkissaksóknarann í Boston sem fer með saksókn í málinu gegn Whitey Bulger. Við spurðum hvort menn hefðu áhyggjur af öryggi hennar, hvort menn teldu að öryggi hennar væri í hættu og okkur var sagt að svo væri ekki. Við hefðum ekki birt nafn hennar ef okkur hefði verið sagt að opinberun nafns hennar yrði henni lífshættulegt," segir Shelley Murphy, blaðakona Boston Globe, í samtali við fréttastofu í dag. Murphy bendir á að tugir vitna í málinu hafi stigið fram frá því gefin var út ákæra á hendur Bulger. „Fjölmargir munu bera vitni gegn honum fyrir rétti og þeir njóta ekki vitnaverndar. Þeir ganga um stræti Boston og engin hefur gripið til aðgerða gegn þeim," segir Murphy. Murphy hefur tvisvar komið til Íslands til að reyna að ná tali af Önnu en án árangurs. Murphy sendi Önnu síðast tölvupóst á föstudag þar sem hún spurði hvort Anna gerði athugasemdir við að nafn hennar yrði birt í fjölmiðlum, og segir Murphy að hún hafi ekkert svar fengið.
Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30 Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39 Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30
Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39
Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04