Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Erla Hlynsdóttir skrifar 10. október 2011 18:29 Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James „Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. Anna Björnsdóttir fór frá Íslandi á laugardag og til Santa Monica í Bandaríkjunum þar sem hún og eiginmaður hennar eiga hús. Það var einmitt í Santa Monica sem Bulger og kærastan hans voru nágrannar Önnu. Anna starfar nú sem jógakennari en flestir Íslendingar hafa líklega séð hana leika umboðsmann Grýlanna í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þar sem margir bandaríkjamenn efuðust um tilvist íslenska uppljóstrarans ákvað dagblaðið Boston Globe að birta í gær nafn Önnu, nokkuð sem hefur verið gagnrýnt í öðrum þarlendum fjölmiðlum. „Áður en fréttin birtist spáðum við mikið í það hvort við ættum að nafngreina hana. Við höfðum samband við FBI og ríkissaksóknarann í Boston sem fer með saksókn í málinu gegn Whitey Bulger. Við spurðum hvort menn hefðu áhyggjur af öryggi hennar, hvort menn teldu að öryggi hennar væri í hættu og okkur var sagt að svo væri ekki. Við hefðum ekki birt nafn hennar ef okkur hefði verið sagt að opinberun nafns hennar yrði henni lífshættulegt," segir Shelley Murphy, blaðakona Boston Globe, í samtali við fréttastofu í dag. Murphy bendir á að tugir vitna í málinu hafi stigið fram frá því gefin var út ákæra á hendur Bulger. „Fjölmargir munu bera vitni gegn honum fyrir rétti og þeir njóta ekki vitnaverndar. Þeir ganga um stræti Boston og engin hefur gripið til aðgerða gegn þeim," segir Murphy. Murphy hefur tvisvar komið til Íslands til að reyna að ná tali af Önnu en án árangurs. Murphy sendi Önnu síðast tölvupóst á föstudag þar sem hún spurði hvort Anna gerði athugasemdir við að nafn hennar yrði birt í fjölmiðlum, og segir Murphy að hún hafi ekkert svar fengið. Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30 Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39 Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James „Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. Anna Björnsdóttir fór frá Íslandi á laugardag og til Santa Monica í Bandaríkjunum þar sem hún og eiginmaður hennar eiga hús. Það var einmitt í Santa Monica sem Bulger og kærastan hans voru nágrannar Önnu. Anna starfar nú sem jógakennari en flestir Íslendingar hafa líklega séð hana leika umboðsmann Grýlanna í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þar sem margir bandaríkjamenn efuðust um tilvist íslenska uppljóstrarans ákvað dagblaðið Boston Globe að birta í gær nafn Önnu, nokkuð sem hefur verið gagnrýnt í öðrum þarlendum fjölmiðlum. „Áður en fréttin birtist spáðum við mikið í það hvort við ættum að nafngreina hana. Við höfðum samband við FBI og ríkissaksóknarann í Boston sem fer með saksókn í málinu gegn Whitey Bulger. Við spurðum hvort menn hefðu áhyggjur af öryggi hennar, hvort menn teldu að öryggi hennar væri í hættu og okkur var sagt að svo væri ekki. Við hefðum ekki birt nafn hennar ef okkur hefði verið sagt að opinberun nafns hennar yrði henni lífshættulegt," segir Shelley Murphy, blaðakona Boston Globe, í samtali við fréttastofu í dag. Murphy bendir á að tugir vitna í málinu hafi stigið fram frá því gefin var út ákæra á hendur Bulger. „Fjölmargir munu bera vitni gegn honum fyrir rétti og þeir njóta ekki vitnaverndar. Þeir ganga um stræti Boston og engin hefur gripið til aðgerða gegn þeim," segir Murphy. Murphy hefur tvisvar komið til Íslands til að reyna að ná tali af Önnu en án árangurs. Murphy sendi Önnu síðast tölvupóst á föstudag þar sem hún spurði hvort Anna gerði athugasemdir við að nafn hennar yrði birt í fjölmiðlum, og segir Murphy að hún hafi ekkert svar fengið.
Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30 Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39 Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30
Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39
Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04