Fótbolti

Beckham og félagar komnir í úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham fagnar marki Robbie Keane.
David Beckham fagnar marki Robbie Keane. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Beckham og félagar í Los Angeles Galaxy eru komnir alla leið í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 3-1 sigur í undanúrslitaleik á móti Real Salt Lake í nótt.

Beckham lagði upp eitt marka Galaxy-liðins í leiknum en hann getur nú orðið bandarískur meistari í fyrsta sinn. Beckham er að klára sitt fimmta tímabil með Galaxy en hann hafði einnig komist í úrslitaleikinn með liðinu árið 2009.

Landon Donovan skoraði fyrsta mark Los Angeles Galaxy í leiknum, Beckham lagði síðan upp mark fyrir Mike Magee á 58. mínútu og þriðja markið skoraði síðan Robbie Keane. Alvaro Saborio minnkaði síðan muninn fyrir Salt Lake.

Los Angeles Galaxy mætir Houston Dynamo í úrslitaleiknum sem fer fram á heimavelli Galaxy í Los Angeles 20. nóvember næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×