Enski boltinn

Dalglish: Við erum sterkari en við vorum í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, fagnaði í leikslok.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, fagnaði í leikslok. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var kátur eftir 2-0 sigur á Arsenal á Emirates-leikvanginum í dag. Liverpool vann leikinn með tveimur mörkum á síðustu þrettán mínútunum eftir að Arsenal missti mann af velli með rautt spjald.

Dalglish skipti þeim Luis Suarez og Raul Meireles inn á eftir að Liverpool varð manni fleiri og þeir voru síðan aðal mennirnir á bak við bæði bæði mörkin.

„Það að geta sent tvo svona sterka leikmenn inn á völlinn í stöðunni 0-0 og unnið leikinn sýnir að þú ert bara eins og góður og allur leikmannahópurinn þinn er," sagði Kenny Dalglish.

„Við erum sterkari en við vorum í fyrra. Arsenal var reyndar ekki með sitt sterkasta lið en það er ekki mitt vandamál," sagði Dalglish en sigurinn skilaði Liverpool á toppinn, í það minnsta tímabundið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×