Enski boltinn

Dalglish: Fyllist gleði þegar ég sé svona spilamennsku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kenny Dalglish var að vonum ánægður með sína menn. Mynd. / Getty Images
Kenny Dalglish var að vonum ánægður með sína menn. Mynd. / Getty Images
Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, var hæstánægður með sína men eftir sigurinn í dag. Liverpool gjörsigraði Birmingham 5-0, en Maxi Rodriguez, leikmaður Liverpool skoraði þrennu og átti stórkleik.

„Þegar ég horfi á þetta lið spila svona vel þá fyllist ég af gleði og ánægju, en það kannski sést á því hvernig ég fagna mörkum okkar," sagði Dalglish.

,,Við vorum bara miklu betra liðið í dag og það sá hver maður. Ég er virkilega ánægður með þann fótbolta sem liðið er farið að spila".

Dalglish hefur verið óhræddur við að stilla upp ungum og efnilegum drengjum í byrjunarliðið, en í dag voru þeir Jack Robinson og John Flanagan í vörn liðsins en þeir eru aðeins 18 ára gamlir.

,,Ég hef enga ástæðu til þess að efast um hæfileika þessara stráka, þeir sýna mér í hverjum leik úr hverjum þeir eru gerðir og þá fá þeir að spreyta sig".










Fleiri fréttir

Sjá meira


×