Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags 11. febrúar 2011 16:59 Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. Mynd/Valli Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. Sagði sveitarstjórinn að ekki hefði verið hægt að deiliskipuleggja, ekki hægt að byggja við hús, útihús og í raun ekkert hægt að gera. Svona hafi ástandið verið í tvö ár. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir:"Í ákvörðun umhverfisráðherra frá janúar 2010 um aðalskipulag Flóahrepps kom fram að synja bæri um staðfestingu á þeim hluta aðalskipulagsins sem varðaði Urriðafossvirkjun og kom fram í ákvörðun ráðherra að ráðuneytið myndi staðfesta aðra hluta skipulagsins þegar sveitarstjórn hefði sent skipulagsuppdrætti í samræmi við ákvörðun ráðherra. Því gat sveitarfélagið óskað eftir staðfestingu ráðherra á skipulaginu án Urriðafossvirkjunar í kjölfar þeirrar ákvörðunar. Sveitarfélagið kaus hins vegar að fara af stað í nýtt skipulagsferli vegna Aðalskipulags Flóahrepps og er vinnu við það ekki lokið."Samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær var sú leið, sem umhverfisráðherra bauð Flóahreppur að fara, ekki í samræmi við lög en í dómnum segir:"Hvergi var í lögunum að finna heimild til þess að undanskilja ákveðin svæði innan sveitarfélags aðalskipulagi. Í 1. mgr. 20. gr. laganna var hins vegar þröng heimild til handa sveitarstjórn, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og með samþykki ráðherra, að fresta um ákveðið árabil, þó ekki lengur en fjögur ár í senn, gerð aðalskipulagsáætlunar fyrir ákveðið svæði. Þá gat ráðherra samkvæmt 2. mgr. sömu greinar að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar frestað, þó ekki lengur en fjögur ár í senn, staðfestingu á aðalskipulagi fyrir ákveðið landsvæði ef nauðsyn þætti til að samræma betur skipulagsálætlanir aðliggjandi sveitarfélaga. Mikilvæg réttaröryggissjónarmið eru að baki því að setja heimildum stjórnvalda til að halda landsvæðum utan aðalskipulags þröng mörk, bæði hvað varðar forsendur slíkra ákvarðana og tímalengd þeirra, enda getur í þeim falist að þungbær höft séu í reynd lögð á nýtingu viðkomandi svæðis. Verður að skýra 2. og 3. mgr. 19. gr. laganna með hliðsjón af þessum ákvæðum þannig að ráðherra hafi ekki verið heimilt að synja um staðfestingu aðalskipulags að hluta," segir í dómi Hæstaréttar. Tengdar fréttir Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið. 11. febrúar 2011 12:09 Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherra Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í dag að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði brotið lög þegar hún neitaði að staðfesta aðalskipulag vegna Urriðafossvirkjunar. Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherrans, segir lögmaður Flóahrepps. 10. febrúar 2011 19:01 Synjun umhverfisráðherra ógilt Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði. 11. febrúar 2011 04:00 Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun. 10. febrúar 2011 16:48 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. Sagði sveitarstjórinn að ekki hefði verið hægt að deiliskipuleggja, ekki hægt að byggja við hús, útihús og í raun ekkert hægt að gera. Svona hafi ástandið verið í tvö ár. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir:"Í ákvörðun umhverfisráðherra frá janúar 2010 um aðalskipulag Flóahrepps kom fram að synja bæri um staðfestingu á þeim hluta aðalskipulagsins sem varðaði Urriðafossvirkjun og kom fram í ákvörðun ráðherra að ráðuneytið myndi staðfesta aðra hluta skipulagsins þegar sveitarstjórn hefði sent skipulagsuppdrætti í samræmi við ákvörðun ráðherra. Því gat sveitarfélagið óskað eftir staðfestingu ráðherra á skipulaginu án Urriðafossvirkjunar í kjölfar þeirrar ákvörðunar. Sveitarfélagið kaus hins vegar að fara af stað í nýtt skipulagsferli vegna Aðalskipulags Flóahrepps og er vinnu við það ekki lokið."Samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær var sú leið, sem umhverfisráðherra bauð Flóahreppur að fara, ekki í samræmi við lög en í dómnum segir:"Hvergi var í lögunum að finna heimild til þess að undanskilja ákveðin svæði innan sveitarfélags aðalskipulagi. Í 1. mgr. 20. gr. laganna var hins vegar þröng heimild til handa sveitarstjórn, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og með samþykki ráðherra, að fresta um ákveðið árabil, þó ekki lengur en fjögur ár í senn, gerð aðalskipulagsáætlunar fyrir ákveðið svæði. Þá gat ráðherra samkvæmt 2. mgr. sömu greinar að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar frestað, þó ekki lengur en fjögur ár í senn, staðfestingu á aðalskipulagi fyrir ákveðið landsvæði ef nauðsyn þætti til að samræma betur skipulagsálætlanir aðliggjandi sveitarfélaga. Mikilvæg réttaröryggissjónarmið eru að baki því að setja heimildum stjórnvalda til að halda landsvæðum utan aðalskipulags þröng mörk, bæði hvað varðar forsendur slíkra ákvarðana og tímalengd þeirra, enda getur í þeim falist að þungbær höft séu í reynd lögð á nýtingu viðkomandi svæðis. Verður að skýra 2. og 3. mgr. 19. gr. laganna með hliðsjón af þessum ákvæðum þannig að ráðherra hafi ekki verið heimilt að synja um staðfestingu aðalskipulags að hluta," segir í dómi Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið. 11. febrúar 2011 12:09 Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherra Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í dag að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði brotið lög þegar hún neitaði að staðfesta aðalskipulag vegna Urriðafossvirkjunar. Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherrans, segir lögmaður Flóahrepps. 10. febrúar 2011 19:01 Synjun umhverfisráðherra ógilt Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði. 11. febrúar 2011 04:00 Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun. 10. febrúar 2011 16:48 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið. 11. febrúar 2011 12:09
Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherra Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í dag að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði brotið lög þegar hún neitaði að staðfesta aðalskipulag vegna Urriðafossvirkjunar. Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherrans, segir lögmaður Flóahrepps. 10. febrúar 2011 19:01
Synjun umhverfisráðherra ógilt Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði. 11. febrúar 2011 04:00
Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun. 10. febrúar 2011 16:48