Enski boltinn

Zabaleta sleppur við bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zabaleta fær hér að líta rauða spjaldið.
Zabaleta fær hér að líta rauða spjaldið. Nordic Photos / Getty Images

Pablo Zabaleta, leikmaður Manchester City, þarf ekki að taka út þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn Arsenal á miðvikudagskvöldið.

Zabaleta lenti saman við Bacary Sagna í leiknum. Myndbandsupptökur sýndu að það var fyrst og fremst Sagna sem ógnaði Zabaleta en báðir fengu þó að líta rauða spjaldið.

City ákvað að áfrýja þeim dómi og hefur enska knattspyrnusambandið tekið spjaldið sem Zabaleta fékk til baka. Arsenal ákvað að mótmæla ekki spjaldinu sem Sagna fékk og tekur hann út þrigga leikja bann.

Zabaleta getur því spilað með City gegn Leicester í ensku bikarkeppninni um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×