Fótbolti

Zlatan græðir yfir hundrað milljónir á bókinni sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Bókin hans Zlatans Ibrahimovic er heitasta bókin í Svíþjóð þessa dagana en þar tjáir besti knattspyrnumaður Svía um allt og alla á sigursælum ferli sínum.

Fyrstu hundrað þúsund eintökin hafa þegar selst upp og í dag er von á öðrum hundrað þúsund eintökum úr prentun.

Það er talið að Zlatan og meðhöfundur hans David Lagercrantz muni græða í kringum sex milljónir sænskra króna á bókinni eða um 105 milljónir íslenskra króna.

Þá eru menn bara að tala um gróðann á sölu bókarinnar í Svíþjóð en síðan á hún örugglega eftir að seljast vel í Evrópu ekki síst ef hún verður þýdd á önnur tungumál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×