Íslenski boltinn

Þrír leikir færðir til í 7. umferð Pepsi-deild karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikinn Ingvar Þór Kale er í íslenska A-landsliðinu.
Blikinn Ingvar Þór Kale er í íslenska A-landsliðinu. Mynd/Anton
Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að færa til þrjá leiki í 7. umferð Pepsi-deildar karla vegna verkefna landsliða Íslands, Úganda og 21 árs liðs Finnlands. Þessum þremur leikjum hefur verið seinkað um einn eða tvo daga.

Leikur Breiðabliks og Fram er færður frá sunnudeginum 5. júní til þriðjudagsins 7. júní en bæði lið Breiðabliks og Fram eiga leikmenn í A-landsliði Íslands sem mætir Dönum 4. júní.

Leikur Þórs og ÍBV er færður frá frá sunnudeginum 5. júní til þriðjudagsins 7. júní en ÍBV á leikmann í landsliði Úganda.

Leikur Víkings og Fylkis er færður frá frá sunnudeginum 5. júní til mánudagsins 6. júní en Víkingur á leikmann í 21 árs liði Finna.

7. umferð Pepsi-deild karlamán. 6.júní Kl:19:15     Víkingur R. - Fylkir                          

mán. 6.júní Kl:19:15     Stjarnan - Grindavík                         

mán. 6.júní Kl:19:15     KR - FH                         

þri. 7.júní Kl:19:15     Breiðablik - Fram                         

þri. 7.júní Kl:19:15     Þór - ÍBV                         

fim. 30.júní Kl:19:15     Keflavík - Valur                         






Fleiri fréttir

Sjá meira


×