Íslenski boltinn

Dofri: Æskudraumur að rætast

Henry Birgir Gunnarsson á Stjörnuvelli skrifar
Hinn ungi leikmaður KR. Dofri Snorrason, átti mjög fínan leik með KR sem lagði Stjörnuna í Garðabænum, 0-3. Dofri var sterkur í vörninni og átti magnaða spretti fram. Úr einum slíkum sprett skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk félagsins.

"Þetta var mjög gaman og ákveðinn æskudraumur að rætast að skora mark," sagði Dofri kátur.

"Ég tel mig hafa átt ágætan leik. Margt sem ég hef einblítt á að bæta gengu upp og ég er því sáttur.

"Mér fannst Stjarnan sterk til að byrja með en eftir markið mitt þá kannski voru þeir búnir. Það er gaman að vinna hér og þetta er eitthvað sem koma skal."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×