Síðasti bóndinn vill ekki verða algert fífl Kristján Már Unnarsson skrifar 29. september 2011 20:45 Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. Við greindum frá því um síðustu helgi að sauðfjárbúskapur er að leggjast af í Breiðavík. Látravík og Kollsvík eru farnar í eyði en áfram er búið í Hænuvík og þangað liggur leið okkar. Við ökum framhjá frægum bújörðum eins og Sauðlauksdal og Kvígindisdal, sem komnar eru úr ábúð, og í gegnum Örlygshöfn, þar sem fyrir stuttu voru fimm býli en nú er búskapur þar aðeins á einum bæ. Fara þarf um sæbrattar skriður, framhjá Sellátranesi, sem nýlega fór í eyði, áður en komið er í Hænuvík og þar hittum við Guðjón Bjarnason bónda á hlaðinu. „Það er bara áframhaldandi hrun og dauði framundan í raun," segir Guðjón og segir það mikið kjaftshögg fyrir þau í Hænuvík að bóndinn í Breiðavík skuli hætta með fé, en kveðst þó skilja vel hans afstöðu og sé ekki hissa á því. „En þetta getur þýtt fyrir okkur að hugsanlega dreifir okkar fé sér um allan kjálkann og þá er þetta sjálfkrafa búið." Honum líst ekkert á ákvörðun stjórnvalda að hætta að styrkja refaveiðar. „Það er það sem ég óttast jafnvel meira því að þegar refurinn er búinn með fuglinn þá verða kannski kindurnar mínar næstar," segir Guðjón og bætir við að tófan verði ekki lengi að klára fuglana. Fjölskyldan hóf fyrir tíu árum að byggja upp ferðaþjónustu, - býður nú gistirými fyrir þrjátíu manns í fjórum húsum, - og gengur vel. Guðjón segir að vegna hennar sé lífið bærilegra fjárhagslega en hann vilji ekki missa búskapinn, því þetta styðji hvort annað og spili mjög vel saman. Skepnurnar séu líka ómissandi hlutur fyrir ferðaþjónustuna. Til næsta þéttbýlis á Patreksfirði er um 40 mínútna akstur og má nú telja þessa bújörð með þeim afskekktari á landinu. En verður áfram búið í Hænuvík? „Ég ætla ekkert að segja til um það. En ég allavega og mín fjölskylda, ekki síst stelpurnar og konan mín, erum ákveðin í að halda áfram. En við verðum að setja okkur í svolítið önnur spor og vera dugleg að vera í samfloti og samfélagi við fólk sem er lengra í burtu til að félagslegi þátturinn geri okkur ekki að algerum fíflum. Nógu skrýtin erum við samt." Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. Við greindum frá því um síðustu helgi að sauðfjárbúskapur er að leggjast af í Breiðavík. Látravík og Kollsvík eru farnar í eyði en áfram er búið í Hænuvík og þangað liggur leið okkar. Við ökum framhjá frægum bújörðum eins og Sauðlauksdal og Kvígindisdal, sem komnar eru úr ábúð, og í gegnum Örlygshöfn, þar sem fyrir stuttu voru fimm býli en nú er búskapur þar aðeins á einum bæ. Fara þarf um sæbrattar skriður, framhjá Sellátranesi, sem nýlega fór í eyði, áður en komið er í Hænuvík og þar hittum við Guðjón Bjarnason bónda á hlaðinu. „Það er bara áframhaldandi hrun og dauði framundan í raun," segir Guðjón og segir það mikið kjaftshögg fyrir þau í Hænuvík að bóndinn í Breiðavík skuli hætta með fé, en kveðst þó skilja vel hans afstöðu og sé ekki hissa á því. „En þetta getur þýtt fyrir okkur að hugsanlega dreifir okkar fé sér um allan kjálkann og þá er þetta sjálfkrafa búið." Honum líst ekkert á ákvörðun stjórnvalda að hætta að styrkja refaveiðar. „Það er það sem ég óttast jafnvel meira því að þegar refurinn er búinn með fuglinn þá verða kannski kindurnar mínar næstar," segir Guðjón og bætir við að tófan verði ekki lengi að klára fuglana. Fjölskyldan hóf fyrir tíu árum að byggja upp ferðaþjónustu, - býður nú gistirými fyrir þrjátíu manns í fjórum húsum, - og gengur vel. Guðjón segir að vegna hennar sé lífið bærilegra fjárhagslega en hann vilji ekki missa búskapinn, því þetta styðji hvort annað og spili mjög vel saman. Skepnurnar séu líka ómissandi hlutur fyrir ferðaþjónustuna. Til næsta þéttbýlis á Patreksfirði er um 40 mínútna akstur og má nú telja þessa bújörð með þeim afskekktari á landinu. En verður áfram búið í Hænuvík? „Ég ætla ekkert að segja til um það. En ég allavega og mín fjölskylda, ekki síst stelpurnar og konan mín, erum ákveðin í að halda áfram. En við verðum að setja okkur í svolítið önnur spor og vera dugleg að vera í samfloti og samfélagi við fólk sem er lengra í burtu til að félagslegi þátturinn geri okkur ekki að algerum fíflum. Nógu skrýtin erum við samt."
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira