Síðasti bóndinn vill ekki verða algert fífl Kristján Már Unnarsson skrifar 29. september 2011 20:45 Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. Við greindum frá því um síðustu helgi að sauðfjárbúskapur er að leggjast af í Breiðavík. Látravík og Kollsvík eru farnar í eyði en áfram er búið í Hænuvík og þangað liggur leið okkar. Við ökum framhjá frægum bújörðum eins og Sauðlauksdal og Kvígindisdal, sem komnar eru úr ábúð, og í gegnum Örlygshöfn, þar sem fyrir stuttu voru fimm býli en nú er búskapur þar aðeins á einum bæ. Fara þarf um sæbrattar skriður, framhjá Sellátranesi, sem nýlega fór í eyði, áður en komið er í Hænuvík og þar hittum við Guðjón Bjarnason bónda á hlaðinu. „Það er bara áframhaldandi hrun og dauði framundan í raun," segir Guðjón og segir það mikið kjaftshögg fyrir þau í Hænuvík að bóndinn í Breiðavík skuli hætta með fé, en kveðst þó skilja vel hans afstöðu og sé ekki hissa á því. „En þetta getur þýtt fyrir okkur að hugsanlega dreifir okkar fé sér um allan kjálkann og þá er þetta sjálfkrafa búið." Honum líst ekkert á ákvörðun stjórnvalda að hætta að styrkja refaveiðar. „Það er það sem ég óttast jafnvel meira því að þegar refurinn er búinn með fuglinn þá verða kannski kindurnar mínar næstar," segir Guðjón og bætir við að tófan verði ekki lengi að klára fuglana. Fjölskyldan hóf fyrir tíu árum að byggja upp ferðaþjónustu, - býður nú gistirými fyrir þrjátíu manns í fjórum húsum, - og gengur vel. Guðjón segir að vegna hennar sé lífið bærilegra fjárhagslega en hann vilji ekki missa búskapinn, því þetta styðji hvort annað og spili mjög vel saman. Skepnurnar séu líka ómissandi hlutur fyrir ferðaþjónustuna. Til næsta þéttbýlis á Patreksfirði er um 40 mínútna akstur og má nú telja þessa bújörð með þeim afskekktari á landinu. En verður áfram búið í Hænuvík? „Ég ætla ekkert að segja til um það. En ég allavega og mín fjölskylda, ekki síst stelpurnar og konan mín, erum ákveðin í að halda áfram. En við verðum að setja okkur í svolítið önnur spor og vera dugleg að vera í samfloti og samfélagi við fólk sem er lengra í burtu til að félagslegi þátturinn geri okkur ekki að algerum fíflum. Nógu skrýtin erum við samt." Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. Við greindum frá því um síðustu helgi að sauðfjárbúskapur er að leggjast af í Breiðavík. Látravík og Kollsvík eru farnar í eyði en áfram er búið í Hænuvík og þangað liggur leið okkar. Við ökum framhjá frægum bújörðum eins og Sauðlauksdal og Kvígindisdal, sem komnar eru úr ábúð, og í gegnum Örlygshöfn, þar sem fyrir stuttu voru fimm býli en nú er búskapur þar aðeins á einum bæ. Fara þarf um sæbrattar skriður, framhjá Sellátranesi, sem nýlega fór í eyði, áður en komið er í Hænuvík og þar hittum við Guðjón Bjarnason bónda á hlaðinu. „Það er bara áframhaldandi hrun og dauði framundan í raun," segir Guðjón og segir það mikið kjaftshögg fyrir þau í Hænuvík að bóndinn í Breiðavík skuli hætta með fé, en kveðst þó skilja vel hans afstöðu og sé ekki hissa á því. „En þetta getur þýtt fyrir okkur að hugsanlega dreifir okkar fé sér um allan kjálkann og þá er þetta sjálfkrafa búið." Honum líst ekkert á ákvörðun stjórnvalda að hætta að styrkja refaveiðar. „Það er það sem ég óttast jafnvel meira því að þegar refurinn er búinn með fuglinn þá verða kannski kindurnar mínar næstar," segir Guðjón og bætir við að tófan verði ekki lengi að klára fuglana. Fjölskyldan hóf fyrir tíu árum að byggja upp ferðaþjónustu, - býður nú gistirými fyrir þrjátíu manns í fjórum húsum, - og gengur vel. Guðjón segir að vegna hennar sé lífið bærilegra fjárhagslega en hann vilji ekki missa búskapinn, því þetta styðji hvort annað og spili mjög vel saman. Skepnurnar séu líka ómissandi hlutur fyrir ferðaþjónustuna. Til næsta þéttbýlis á Patreksfirði er um 40 mínútna akstur og má nú telja þessa bújörð með þeim afskekktari á landinu. En verður áfram búið í Hænuvík? „Ég ætla ekkert að segja til um það. En ég allavega og mín fjölskylda, ekki síst stelpurnar og konan mín, erum ákveðin í að halda áfram. En við verðum að setja okkur í svolítið önnur spor og vera dugleg að vera í samfloti og samfélagi við fólk sem er lengra í burtu til að félagslegi þátturinn geri okkur ekki að algerum fíflum. Nógu skrýtin erum við samt."
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira