Arsenal glutraði niður fjögurra marka forskoti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2011 17:00 Walcott og Persie fagna þegar allt lék í lyndi í fyrri hálfleik. Það var mikið fjör í leikjum dagsins í enska boltanum og leikmenn liðanna heldur betur á skotskónum. Manna heitastir voru þó leikmenn Arsenal. Í það minnsta framan af. Þeir gerðu sér lítið fyrir og skoruðu fjögur mörk á fyrstu 25 mínútunum gegn Newcastle á útivelli. Leik lokið héldu flestir. Svo rosaleg var þessi upprúllun að fjöldi áhorfenda var farinn heim til sín áður en fyrri hálfleikur var allur. Leikmenn Newcastle lögðu samt ekki árar í bát heldur komu til baka í síðari hálfleik. Ekki hjálpaði til að Abou Diaby lét reka sig af velli á 49. mínútu fyrir fíflaskap. Newcastle gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn með fjórum mörkum. Tvö markanna reyndar úr vafasömum vítaspyrnum. Það er ekki spurt að því og fjöldi áhorfenda sem var haldinn heim á leið missti af þessari ótrúlegu endurkomu. Tevez skoraði þrennu í dag. Carlos Tevez var líka heitur en hann skoraði þrennu á rúmum 20 mínútum. Reyndar tvö úr vítum en það þarf að klára þessi víti líka. Leikur Everton og Blackpool var hreint út sagt ótrúlegur. Blackpool lenti undir, kom til baka, komst yfir en Everton vann 5-3 þökk sé fjórum mörkum frá Louis Saha sem var hreint út sagt ótrúlegur. Eiður Smári Guðjohnsen komst á bekkinn hjá Fulham í dag og fékk að hrista sig í uppbótartíma. Úrslit: Aston Villa-Fulham 2-21-0 John Pantsil, sjm (12.), 1-1 Andy Johnson (52.), 2-1 Kyle Walker (72.), 2-2 Clint Dempsey (78.) Everton-Blackpool 5-31-0 Louis Saha (20.), 1-1 Alex Baptiste (36.), 2-1 Louis Saha (46.), 2-2 Jason Puncheon (62.), 2-3 Charlie Adam (63.), 3-3 Louis Saha (75.), 4-3 Jermaine Beckford (80.), 5-3 Louis Saha (83.). Man. City-WBA 3-01-0 Carlos Tevez, víti (16.), 2-0 Carlos Tevez (22.), 3-0 Carlos Tevez, víti (39.) Newcastle-Arsenal 4-40-1 Theo Walcott (1.), 0-2 Johan Djorou (3.), 0-3 Robin van Persie (9.), 0-4 Robin van Persie (25.), 1-4 Joey Barton, víti (67.), 2-4 Leon Best (75.), 3-4 Joey Barton, víti (82.), 4-4 Ismael Chiek Tioté (86.) Tottenham-Bolton 2-11-0 Rafael van der Vaart, víti (5.), 1-1 Daniel Sturridge (54.), 2ö1 Niko Kranjcar (90.+2) Van der Vaart klúðraði víti á 7. mín. Wigan-Blackburn 4-30-1 Jason Roberts (22.), 1-1 James McCarthy (35.), 2-1 Hugo Rodallega (50.), 3-1 James McCarthy (55.), 3-2 Christopher Samba (58.), 4-2 Ben Watson, víti (64.), 4-3 David Dunn, víti (81.) Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Sjá meira
Það var mikið fjör í leikjum dagsins í enska boltanum og leikmenn liðanna heldur betur á skotskónum. Manna heitastir voru þó leikmenn Arsenal. Í það minnsta framan af. Þeir gerðu sér lítið fyrir og skoruðu fjögur mörk á fyrstu 25 mínútunum gegn Newcastle á útivelli. Leik lokið héldu flestir. Svo rosaleg var þessi upprúllun að fjöldi áhorfenda var farinn heim til sín áður en fyrri hálfleikur var allur. Leikmenn Newcastle lögðu samt ekki árar í bát heldur komu til baka í síðari hálfleik. Ekki hjálpaði til að Abou Diaby lét reka sig af velli á 49. mínútu fyrir fíflaskap. Newcastle gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn með fjórum mörkum. Tvö markanna reyndar úr vafasömum vítaspyrnum. Það er ekki spurt að því og fjöldi áhorfenda sem var haldinn heim á leið missti af þessari ótrúlegu endurkomu. Tevez skoraði þrennu í dag. Carlos Tevez var líka heitur en hann skoraði þrennu á rúmum 20 mínútum. Reyndar tvö úr vítum en það þarf að klára þessi víti líka. Leikur Everton og Blackpool var hreint út sagt ótrúlegur. Blackpool lenti undir, kom til baka, komst yfir en Everton vann 5-3 þökk sé fjórum mörkum frá Louis Saha sem var hreint út sagt ótrúlegur. Eiður Smári Guðjohnsen komst á bekkinn hjá Fulham í dag og fékk að hrista sig í uppbótartíma. Úrslit: Aston Villa-Fulham 2-21-0 John Pantsil, sjm (12.), 1-1 Andy Johnson (52.), 2-1 Kyle Walker (72.), 2-2 Clint Dempsey (78.) Everton-Blackpool 5-31-0 Louis Saha (20.), 1-1 Alex Baptiste (36.), 2-1 Louis Saha (46.), 2-2 Jason Puncheon (62.), 2-3 Charlie Adam (63.), 3-3 Louis Saha (75.), 4-3 Jermaine Beckford (80.), 5-3 Louis Saha (83.). Man. City-WBA 3-01-0 Carlos Tevez, víti (16.), 2-0 Carlos Tevez (22.), 3-0 Carlos Tevez, víti (39.) Newcastle-Arsenal 4-40-1 Theo Walcott (1.), 0-2 Johan Djorou (3.), 0-3 Robin van Persie (9.), 0-4 Robin van Persie (25.), 1-4 Joey Barton, víti (67.), 2-4 Leon Best (75.), 3-4 Joey Barton, víti (82.), 4-4 Ismael Chiek Tioté (86.) Tottenham-Bolton 2-11-0 Rafael van der Vaart, víti (5.), 1-1 Daniel Sturridge (54.), 2ö1 Niko Kranjcar (90.+2) Van der Vaart klúðraði víti á 7. mín. Wigan-Blackburn 4-30-1 Jason Roberts (22.), 1-1 James McCarthy (35.), 2-1 Hugo Rodallega (50.), 3-1 James McCarthy (55.), 3-2 Christopher Samba (58.), 4-2 Ben Watson, víti (64.), 4-3 David Dunn, víti (81.)
Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Sjá meira