Umfjöllun: Jafntefli í Víkinni Ari Erlingsson á Víkingsvelli skrifar 6. júlí 2011 15:02 Talið er að Helgi Sigurðsson verði með Víkingum í kvöld Mynd/Stefán Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru í heimsókn í Fossvoginn í gærkvöldi og mættu Víkingum í Stjörnugrófinni í níundu umferð Pepsídeildar karla. Leikar fóru 2-2 í einum fjörugasta leik sumarsins. Bæði lið léku blússandi sóknarleik og skemmtu sér og þeim sem á horfðu. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru það þeir grænklæddu úr Kópavoginum sem réðu ferðinni. Hinn ástralski Dylan Macallister skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu með skoti af stuttu færi inn í teig Víkinga. Arnór Sveinn Aðalsteinsson átti þá fyrirgjöf frá hægri kanti sem Víkingar náðu ekki að hreinsa almennilega í burtu, Rafn Andri náði til boltans og sendi á Dylan sem skoraði af stuttu færi. 0-1 og Blikar komnir í sanngjarna forystu. Þrettán mínutum síðar jafnaði Húsvíkingurinn Baldur Ingimar Aðalsteinsson leikinn með skoti frá vítateigshorninu hægra megin eftir misheppnaða hreinsun Kára Ársælssonar úr vörn Blika. Jöfnunarmark Víkinga kom þvert gegn gangi leiksins en það var einmitt þá sem þeir virkilega vöknuðu til lífsins því skömmu seinna voru þeir komnir í 2-1 forystu. Þar var að verki táningurinn Viktor Jónsson en hann batt endahnút á vel útfærða skyndisókn með því að leggja boltann yfir Ingvar Kale í marki Blika. Staðan 2-1 í hálfleik og framundan var fjörugur seinni hálfleikur. Liðin skiptust á að sækja og oft skall hurð nærri hælum við mark liðanna. Víkingar voru nokkrum sinnum mjög nærri því að auka forystuna en einhvern herslumun vantaði. Því miður fyrir heimamenn var þeim refsað rétt tæpu korteri fyrir leikslok þegar Guðmundur Kristjánsson jafnaði leikinn fyrir Breiðablik í 2-2 eftir laglegan undirbúning Kristins Steinsdórssonar og Rafns Andra Haraldssonar. Undir lok leiksins áttu bæði liðin fín færi en niðurstaðan varð 2-2 jafntefli sem ætti að geta talist sanngjörn úrslit. Víkingar geta verið sáttir með leik sinna manna. Sóknarleikurinn var líflegur með þá Baldur, Martein og hinn unga Viktor sem bestu menn. Viktor Jónsson sem fæddur er árið 1994 olli varnarmönnum Breiðabliks miklum vandræðum og kom sér margsinnis í góð færi sem hann hefði þó getað nýtt aðeins betur. Blikar léku boltanum oft á tíðum ágætlega á milli sín en það er áhyggjuefni hversu illa liðið verst og gefa varnarmenn liðsins alltof mörg færi á sér. Rafn Andri var frískastur í Blikaliðinu ásamt Dylan Macallister. Kristinn Steindórsson sýndi nokkrum sinnum hvers hann var megnugur en týndist þess á milli. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru í heimsókn í Fossvoginn í gærkvöldi og mættu Víkingum í Stjörnugrófinni í níundu umferð Pepsídeildar karla. Leikar fóru 2-2 í einum fjörugasta leik sumarsins. Bæði lið léku blússandi sóknarleik og skemmtu sér og þeim sem á horfðu. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru það þeir grænklæddu úr Kópavoginum sem réðu ferðinni. Hinn ástralski Dylan Macallister skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu með skoti af stuttu færi inn í teig Víkinga. Arnór Sveinn Aðalsteinsson átti þá fyrirgjöf frá hægri kanti sem Víkingar náðu ekki að hreinsa almennilega í burtu, Rafn Andri náði til boltans og sendi á Dylan sem skoraði af stuttu færi. 0-1 og Blikar komnir í sanngjarna forystu. Þrettán mínutum síðar jafnaði Húsvíkingurinn Baldur Ingimar Aðalsteinsson leikinn með skoti frá vítateigshorninu hægra megin eftir misheppnaða hreinsun Kára Ársælssonar úr vörn Blika. Jöfnunarmark Víkinga kom þvert gegn gangi leiksins en það var einmitt þá sem þeir virkilega vöknuðu til lífsins því skömmu seinna voru þeir komnir í 2-1 forystu. Þar var að verki táningurinn Viktor Jónsson en hann batt endahnút á vel útfærða skyndisókn með því að leggja boltann yfir Ingvar Kale í marki Blika. Staðan 2-1 í hálfleik og framundan var fjörugur seinni hálfleikur. Liðin skiptust á að sækja og oft skall hurð nærri hælum við mark liðanna. Víkingar voru nokkrum sinnum mjög nærri því að auka forystuna en einhvern herslumun vantaði. Því miður fyrir heimamenn var þeim refsað rétt tæpu korteri fyrir leikslok þegar Guðmundur Kristjánsson jafnaði leikinn fyrir Breiðablik í 2-2 eftir laglegan undirbúning Kristins Steinsdórssonar og Rafns Andra Haraldssonar. Undir lok leiksins áttu bæði liðin fín færi en niðurstaðan varð 2-2 jafntefli sem ætti að geta talist sanngjörn úrslit. Víkingar geta verið sáttir með leik sinna manna. Sóknarleikurinn var líflegur með þá Baldur, Martein og hinn unga Viktor sem bestu menn. Viktor Jónsson sem fæddur er árið 1994 olli varnarmönnum Breiðabliks miklum vandræðum og kom sér margsinnis í góð færi sem hann hefði þó getað nýtt aðeins betur. Blikar léku boltanum oft á tíðum ágætlega á milli sín en það er áhyggjuefni hversu illa liðið verst og gefa varnarmenn liðsins alltof mörg færi á sér. Rafn Andri var frískastur í Blikaliðinu ásamt Dylan Macallister. Kristinn Steindórsson sýndi nokkrum sinnum hvers hann var megnugur en týndist þess á milli.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira