Umfjöllun: Jafntefli í Víkinni Ari Erlingsson á Víkingsvelli skrifar 6. júlí 2011 15:02 Talið er að Helgi Sigurðsson verði með Víkingum í kvöld Mynd/Stefán Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru í heimsókn í Fossvoginn í gærkvöldi og mættu Víkingum í Stjörnugrófinni í níundu umferð Pepsídeildar karla. Leikar fóru 2-2 í einum fjörugasta leik sumarsins. Bæði lið léku blússandi sóknarleik og skemmtu sér og þeim sem á horfðu. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru það þeir grænklæddu úr Kópavoginum sem réðu ferðinni. Hinn ástralski Dylan Macallister skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu með skoti af stuttu færi inn í teig Víkinga. Arnór Sveinn Aðalsteinsson átti þá fyrirgjöf frá hægri kanti sem Víkingar náðu ekki að hreinsa almennilega í burtu, Rafn Andri náði til boltans og sendi á Dylan sem skoraði af stuttu færi. 0-1 og Blikar komnir í sanngjarna forystu. Þrettán mínutum síðar jafnaði Húsvíkingurinn Baldur Ingimar Aðalsteinsson leikinn með skoti frá vítateigshorninu hægra megin eftir misheppnaða hreinsun Kára Ársælssonar úr vörn Blika. Jöfnunarmark Víkinga kom þvert gegn gangi leiksins en það var einmitt þá sem þeir virkilega vöknuðu til lífsins því skömmu seinna voru þeir komnir í 2-1 forystu. Þar var að verki táningurinn Viktor Jónsson en hann batt endahnút á vel útfærða skyndisókn með því að leggja boltann yfir Ingvar Kale í marki Blika. Staðan 2-1 í hálfleik og framundan var fjörugur seinni hálfleikur. Liðin skiptust á að sækja og oft skall hurð nærri hælum við mark liðanna. Víkingar voru nokkrum sinnum mjög nærri því að auka forystuna en einhvern herslumun vantaði. Því miður fyrir heimamenn var þeim refsað rétt tæpu korteri fyrir leikslok þegar Guðmundur Kristjánsson jafnaði leikinn fyrir Breiðablik í 2-2 eftir laglegan undirbúning Kristins Steinsdórssonar og Rafns Andra Haraldssonar. Undir lok leiksins áttu bæði liðin fín færi en niðurstaðan varð 2-2 jafntefli sem ætti að geta talist sanngjörn úrslit. Víkingar geta verið sáttir með leik sinna manna. Sóknarleikurinn var líflegur með þá Baldur, Martein og hinn unga Viktor sem bestu menn. Viktor Jónsson sem fæddur er árið 1994 olli varnarmönnum Breiðabliks miklum vandræðum og kom sér margsinnis í góð færi sem hann hefði þó getað nýtt aðeins betur. Blikar léku boltanum oft á tíðum ágætlega á milli sín en það er áhyggjuefni hversu illa liðið verst og gefa varnarmenn liðsins alltof mörg færi á sér. Rafn Andri var frískastur í Blikaliðinu ásamt Dylan Macallister. Kristinn Steindórsson sýndi nokkrum sinnum hvers hann var megnugur en týndist þess á milli. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru í heimsókn í Fossvoginn í gærkvöldi og mættu Víkingum í Stjörnugrófinni í níundu umferð Pepsídeildar karla. Leikar fóru 2-2 í einum fjörugasta leik sumarsins. Bæði lið léku blússandi sóknarleik og skemmtu sér og þeim sem á horfðu. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru það þeir grænklæddu úr Kópavoginum sem réðu ferðinni. Hinn ástralski Dylan Macallister skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu með skoti af stuttu færi inn í teig Víkinga. Arnór Sveinn Aðalsteinsson átti þá fyrirgjöf frá hægri kanti sem Víkingar náðu ekki að hreinsa almennilega í burtu, Rafn Andri náði til boltans og sendi á Dylan sem skoraði af stuttu færi. 0-1 og Blikar komnir í sanngjarna forystu. Þrettán mínutum síðar jafnaði Húsvíkingurinn Baldur Ingimar Aðalsteinsson leikinn með skoti frá vítateigshorninu hægra megin eftir misheppnaða hreinsun Kára Ársælssonar úr vörn Blika. Jöfnunarmark Víkinga kom þvert gegn gangi leiksins en það var einmitt þá sem þeir virkilega vöknuðu til lífsins því skömmu seinna voru þeir komnir í 2-1 forystu. Þar var að verki táningurinn Viktor Jónsson en hann batt endahnút á vel útfærða skyndisókn með því að leggja boltann yfir Ingvar Kale í marki Blika. Staðan 2-1 í hálfleik og framundan var fjörugur seinni hálfleikur. Liðin skiptust á að sækja og oft skall hurð nærri hælum við mark liðanna. Víkingar voru nokkrum sinnum mjög nærri því að auka forystuna en einhvern herslumun vantaði. Því miður fyrir heimamenn var þeim refsað rétt tæpu korteri fyrir leikslok þegar Guðmundur Kristjánsson jafnaði leikinn fyrir Breiðablik í 2-2 eftir laglegan undirbúning Kristins Steinsdórssonar og Rafns Andra Haraldssonar. Undir lok leiksins áttu bæði liðin fín færi en niðurstaðan varð 2-2 jafntefli sem ætti að geta talist sanngjörn úrslit. Víkingar geta verið sáttir með leik sinna manna. Sóknarleikurinn var líflegur með þá Baldur, Martein og hinn unga Viktor sem bestu menn. Viktor Jónsson sem fæddur er árið 1994 olli varnarmönnum Breiðabliks miklum vandræðum og kom sér margsinnis í góð færi sem hann hefði þó getað nýtt aðeins betur. Blikar léku boltanum oft á tíðum ágætlega á milli sín en það er áhyggjuefni hversu illa liðið verst og gefa varnarmenn liðsins alltof mörg færi á sér. Rafn Andri var frískastur í Blikaliðinu ásamt Dylan Macallister. Kristinn Steindórsson sýndi nokkrum sinnum hvers hann var megnugur en týndist þess á milli.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn