Ólafur: Barnaskapur að spila svona varnarleik Ari Erlingsson á Víkingsvelli skrifar 6. júlí 2011 23:07 Ólafur á hliðarlínunni í kvöld. mynd/daníel Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika var sæmilega sáttur með leik sinna manna í samtali við blaðamann. Hann hafði hann áhyggjur af slælegum varnartilburðum sinna manna en er þó ekki farinn að örvænta þótt stigataflan sýni ekki eins mörg stig og margir Blikar höfðu vonast eftir. „Ég er sáttur að ná þó í stigið og snúa leiknum við eftir að hafa verið lengi undir. en ég er jafn óánægður með að missa þægilegt forskot niður svona snögglega í fyrri hálfleik. Þannig að það má segja að þetta sé súrsætt. Við byrjuðum miklu betur í leiknum en eins og oft áður í sumar náðum við ekki að búa til almennilegt forskot og hleyptum Víkingunum inn í leikinn. Við sýndum því miður slælegan varnaleik í fyrri hálfleik og það er einfaldlega barnaskapur að spila svona varnaleik eins og við gerðum í mörkum Víkinga. Menn eru að renna til á vellinum og gefum þeim alltof auðveld færi. Varnaleikurinn okkar í sumar hefur ekki verið eins þéttur og í fyrra og kannski er ástæðan sú að liðin bakka meira niður gegn okkur og þá þurfum við að fara hærra á völlinn. Þar af leiðandi opnum vði okkur meira. Við höfum verið að vinna í varnaleiknum en höfum því miður ekki náð að stoppa almennlega í götin. Varnaleikur er meira en fjórir öftustu og það er allt liðið sem þarf að huga að því að verjast betur," sagði Ólafur. Aðspurður um hvort hann gæti tekið einhverja jákvæða punkta úr leiknum hafði Ólafur þetta að segja „Dylan skoraði og það er örugglega kærkomið fyrir hann. Mér fannst margir vera að spila ágætlega og við sýndum oft góða sóknartilburði en það telur ekkert þegar þú nærð ekki að breyta sóknunum í mörk.“ 6 sæti eftir 9 leiki er ekki óskastaða fyrir Ólaf og og lærisveina hans en er hann byrjaður að örvænta? "Við erum með 5 stigum færra en á sama tíma og í fyrra. Við erum ekki farnir að örvænta. Mótið klárast í október og þá skulum við telja stigin." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika var sæmilega sáttur með leik sinna manna í samtali við blaðamann. Hann hafði hann áhyggjur af slælegum varnartilburðum sinna manna en er þó ekki farinn að örvænta þótt stigataflan sýni ekki eins mörg stig og margir Blikar höfðu vonast eftir. „Ég er sáttur að ná þó í stigið og snúa leiknum við eftir að hafa verið lengi undir. en ég er jafn óánægður með að missa þægilegt forskot niður svona snögglega í fyrri hálfleik. Þannig að það má segja að þetta sé súrsætt. Við byrjuðum miklu betur í leiknum en eins og oft áður í sumar náðum við ekki að búa til almennilegt forskot og hleyptum Víkingunum inn í leikinn. Við sýndum því miður slælegan varnaleik í fyrri hálfleik og það er einfaldlega barnaskapur að spila svona varnaleik eins og við gerðum í mörkum Víkinga. Menn eru að renna til á vellinum og gefum þeim alltof auðveld færi. Varnaleikurinn okkar í sumar hefur ekki verið eins þéttur og í fyrra og kannski er ástæðan sú að liðin bakka meira niður gegn okkur og þá þurfum við að fara hærra á völlinn. Þar af leiðandi opnum vði okkur meira. Við höfum verið að vinna í varnaleiknum en höfum því miður ekki náð að stoppa almennlega í götin. Varnaleikur er meira en fjórir öftustu og það er allt liðið sem þarf að huga að því að verjast betur," sagði Ólafur. Aðspurður um hvort hann gæti tekið einhverja jákvæða punkta úr leiknum hafði Ólafur þetta að segja „Dylan skoraði og það er örugglega kærkomið fyrir hann. Mér fannst margir vera að spila ágætlega og við sýndum oft góða sóknartilburði en það telur ekkert þegar þú nærð ekki að breyta sóknunum í mörk.“ 6 sæti eftir 9 leiki er ekki óskastaða fyrir Ólaf og og lærisveina hans en er hann byrjaður að örvænta? "Við erum með 5 stigum færra en á sama tíma og í fyrra. Við erum ekki farnir að örvænta. Mótið klárast í október og þá skulum við telja stigin."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira