Enski boltinn

Moyes ætlar ekki að hætta hjá Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David Moyes.
David Moyes.

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir það ekki koma til greina að hætta sem stjóri liðsins og hann segir ekkert hæft í þeim orðrómi að hann sé til í að yfirgefa skútuna.

Moyes hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu í tæplega níu ár og hermt var að hann væri orðinn pirraður á því hversu litlum peningum félagið hefur úr að spila.

"Kannski byrja þessir orðrómar af því ég er búinn að vera hérna svona lengi. Ég hef samt engan áhuga á því að hætta. Auðvitað myndi ég vilja styrkja liðið en þessir orðrómar eru tómt kjaftæði," sagði Moyes sem er ekki mikið tæknitröll.

"Ég veit ekki hvaða þeir koma. Ég nota ekki internetið og heyri þessa hluti því bara þegar einhver segir mér frá þeim."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×