Enski boltinn

Ekki víst að Rooney spili um næstu helgi

Wayne Rooney var ekki í leikmannahópi Man. Utd gegn Benfica í gær vegna meiðsla og hann verður líklega ekki klár í slaginn gegn Newcastle um helgina.

Rooney meiddist á mjöðm í leiknum gegn Swansea um síðustu helgi og meiðslin eru verri en í fyrstu var talið.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, mun gefa Rooney tækifæri til þess að jafna sig enda þarf hann sárlega á kröftum framherjans að halda um helgina.

"Við verðum að bíða og sjá hvernig batinn verður. Hann mun fá tækifæri til þess að sanna sig fyrir helgina," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×