Enski boltinn

Mikel frá þar til í febrúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Obi Mikel í leik með Chelsea.
John Obi Mikel í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
John Obi Mikel verður frá vegna meiðsla næsta mánuðinn að minnsta kosti. Hann meiddist á hné í leik liðsins gegn Arsenal í síðasta mánuði.

Chelsea hefur ekki gengið vel að undanförnu og er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum og er níu stigum á eftir toppliði Manchester United.

„Þessi meiðsli eru mér gríðarleg vonbrigði og ég verð frá vegna þeirra í að minnsta kosti mánuð til viðbótar," sagði Mikel í samtali við enska fjölmiðla.

Mikel gekk í raðir Chelsea frá Lyn í Osló árið 2006 og á að baki meira en 150 leiki fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×