Enski boltinn

Ancelotti: Chelsea getur enn orðið meistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, telur að lið sitt geti enn orðið enskur meistari þrátt fyrir að Chelsea sé nú sex stigum frá efsta sæti deildarinnar.

Chelsea gerði í gær 3-3 jafntefli við Aston Villa. Liðið var 2-1 undir en náði að skora tvívegis undir lok leiksins. Cieran Clark tryggði Villa hins vegar jafntefli með marki í uppbótartíma.

„Baráttunni er ekki lokið því við erum að bæta okkur og ég tel að við getum látið af okkur kveða á tímabilinu," sagði Ancelotti eftir leikinn í gær.

„Það er smá bil í efsta sætið en tímabilið er langt og við höfum enn tíma til að bæta okkar ráð. Það er allt opið eins og er."

Chelsea hefur aðeins unnið enn af síðustu átta deildarleikjum sínum og átti erfitt uppdráttar lengi vel gegn Aston Villa í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×