Fagnaðartilburðir Stjörnumanna vekja enn athygli Hans Steinar Bjarnason skrifar 31. október 2011 06:00 Leikmenn Stjörnunnar eru langt frá því að vera gleymdir úti í heimi fyrir markafögnin frægu á síðasta ári. Vinsæl auglýsingaherferð fyrir spænsku úrvalsdeildina þar í landi fyrr í haust var byggð á markafögnum Stjörnumanna og virðist sem herferðin hafi endurvakið áhugann. Jóhann Laxdal, Daníel bróðir hans og Halldór Orri Björnsson eru meðal leikmanna Stjörnunnar sem boðnir voru út til Lundúna í síðustu viku. „Við vorum fengnir í sjónvarpsþátt sem heitir The Great Football Experiment. Þar þurftum við að kenna þeim einhver fögn og hafa gaman að þeim, það var mjög fínt" segir Jóhann sem skilur ekkert í því af hverju áhuginn erlendis lifir enn, rúmu ári eftir hina svkölluðu 15 mínútna frægð. „Þetta er alveg svakalegt, ég hélt að þetta væri löngu búið en þetta hættir aldrei." Jóhann segir þá félaga í Stjörnunni alls ekki vera orðnir ríkir á öllu umstanginu. „Við erum ekki að fá mikið í vasann, þegar við vorum í London í síðustu viku var okkur boðið á leik með Chelsea" Þýska fjölmiðlafyrirtækið Sportfive á sjónvarpsréttinn á Pepsídeildinni og þurfa erlendar sjónvarpsstöðvar leyfi til að nota myndefni með Stjörnufögnum í deildinni. Phillip Maenner, svæðisstjóri Sportfive fyrir Ísland vill ekki upplýsa Stöð 2 um hversu mikið fyrirtækið hagnast aukalega á því að selja sýningarrétt á markafögnum Stjörnunnar en segir áhugann mikinn. „Það var mikil eftirspurn, sérstaklega í fyrra. Sjónvarpsstöðvar úr öllum heimshornum hafa sýnt þessi margafögn Stjörnunnar. Þetta var því góð markaðssetning fyrir íslenska fótboltann og færði hann nær umheiminum," segir Philip. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Leikmenn Stjörnunnar eru langt frá því að vera gleymdir úti í heimi fyrir markafögnin frægu á síðasta ári. Vinsæl auglýsingaherferð fyrir spænsku úrvalsdeildina þar í landi fyrr í haust var byggð á markafögnum Stjörnumanna og virðist sem herferðin hafi endurvakið áhugann. Jóhann Laxdal, Daníel bróðir hans og Halldór Orri Björnsson eru meðal leikmanna Stjörnunnar sem boðnir voru út til Lundúna í síðustu viku. „Við vorum fengnir í sjónvarpsþátt sem heitir The Great Football Experiment. Þar þurftum við að kenna þeim einhver fögn og hafa gaman að þeim, það var mjög fínt" segir Jóhann sem skilur ekkert í því af hverju áhuginn erlendis lifir enn, rúmu ári eftir hina svkölluðu 15 mínútna frægð. „Þetta er alveg svakalegt, ég hélt að þetta væri löngu búið en þetta hættir aldrei." Jóhann segir þá félaga í Stjörnunni alls ekki vera orðnir ríkir á öllu umstanginu. „Við erum ekki að fá mikið í vasann, þegar við vorum í London í síðustu viku var okkur boðið á leik með Chelsea" Þýska fjölmiðlafyrirtækið Sportfive á sjónvarpsréttinn á Pepsídeildinni og þurfa erlendar sjónvarpsstöðvar leyfi til að nota myndefni með Stjörnufögnum í deildinni. Phillip Maenner, svæðisstjóri Sportfive fyrir Ísland vill ekki upplýsa Stöð 2 um hversu mikið fyrirtækið hagnast aukalega á því að selja sýningarrétt á markafögnum Stjörnunnar en segir áhugann mikinn. „Það var mikil eftirspurn, sérstaklega í fyrra. Sjónvarpsstöðvar úr öllum heimshornum hafa sýnt þessi margafögn Stjörnunnar. Þetta var því góð markaðssetning fyrir íslenska fótboltann og færði hann nær umheiminum," segir Philip.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira