Enski boltinn

Bento: Við verðum ekki Evrópumeistarar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Paulo Bento, landsliðsþjálfari Portúgals, sagði eftir 6-2 sigur sinna manna á Bosníu í gær að Portúgal sé ekki eitt þeirra liða sem er hvað líklegast til að verða Evrópumeistari í Póllandi og Úkraínu næsta sumar.

Með sigrnum í gær tryggði Portúgal sér sæti í úrslitakeppni EM 2012 en Bento segir markmiðið fyrir keppnina það sama og fyrir HM 2010.

„Að gera okkar besta. Við ætlum að njóta þess að við séum komnir áfram og svo byrjum við að undirbúa okkur fyrir þessa frábæru keppni," sagði Bento eftir leikinn í gær.

„Við viljum auðvitað standa okkur vel á EM en mér finnst það augljóst mál að Portúgal er ekki eitt sigurstranglegasta liðið, hvorki á EM né HM. Það eru lið sem eru betri en við og hafa þar að auki reynslu af því að vinna stórmót sem þessi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×