Það lítur allt út fyrir það að Cristiano Ronaldo missi af fyrri leik Real Madrid og Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram á Santiago Bernabéu á þriðjudaginn kemur
Cristiano Ronaldo er ekki eini byrjunarliðsmaðurinn sem missir af leiknum því franski framherjinn Karim Benzema og brasilíski bakvörðurinn Marcelo eru einnig frá vegna meiðsla.
„Læknaliðið hefur sagt mér að Ronaldo, Marcelo og [Karim] Benzema geta í fyrsta lagi spilað í Bilbao-leiknum," sagði José Mourinho, þjálfari Real Madrid en Real mætir Bilbao í næsta leik á eftir leiknum við Tottenham.
Mourinho gat þó glaðst yfir því að Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain er orðinn klár eftir bakuppskurð og verður í leikmannahópnum á móti Sporting Gijon um helgina.
