Fótbolti

Mancini: Dzeko verður að bæta sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Edin Dzeko í leiknum í gær.
Edin Dzeko í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini segir að Edin Dzeko, sem kom til Manchester City í síðasta mánuði, býst við meiru af framherjanum.

City keypti Dzeko á 27 milljónir punda frá Wolfsburg í Þýskalandi en kappinn hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu sjö leikjum sínum með City.

Hann skoraði ekki þegar að City gerði markalaust jafntefli við Aris Salonika í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í gær.

„Ég býst við meiru af Dzeko," sagði Mancini. „Hann þarf að bæta sig. Hann er þó góður leikmaður en er ef til vill að kljást við sama vandamál og Fernando Torres hjá Chelsea. Það er ekki auðvelt að koma til nýs félags á nýju tímabili."

„En það er mikilvægt að hann bæti sig fljótt og við þurfum að vera duglegri að gefa háar fyrirgjafir inn á teiginn fyrir hann."

Mancini er þó ekki stressaður fyrir síðari viðureign liðanna. „Þetta voru betri úrslit en 1-1. Næst spilum við á heimavelli og er sá völlur talsvert betri en sá sem við spiluðum á í dag. Þessi var ekki góður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×