Enski boltinn

Wayne Rooney: Þetta er besta markið sem ég hef skorað á ferlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney sést hér skora sigurmarkið sitt í dag.
Wayne Rooney sést hér skora sigurmarkið sitt í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wayne Rooney skoraði stórkostlegt sigurmark í Manchester-slagnum í dag og hann sagði í viðtali við Sky að þetta hafi verið fyrsta markið hans með hjólhestaspyrnu á ferlinum.

„Ég held að þetta sé besta markið mitt á ferlinum. Ég sá boltann kom og hugsaði: Af hverju ekki," sagði Wayne Rooney eftir leik en hann hitti boltann fullkomlega og sendi hann upp í bláhornið.

„Ég var fyrst og fremst ánægður með að sjá boltann fara í markið og að við náðum öllum þremur stigunum," sagði Rooney.

„Níu sinnum af hverju tíu skiptum þá endar svona spyrna hjá manni upp í stúku en þessi fór inn. Þetta var fyrsta markið mitt úr hjólhestaspyrnu síðan að ég gerðist atvinnumaður," sagði Rooney kátur í leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×