Enski boltinn

Given frá næsta mánuðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shay Given, markvörður Aston Villa.
Shay Given, markvörður Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images
Shay Given, markvörður Aston Villa, verður frá næsta mánuðinn vegna meiðsla í vöðva aftan á læri. Given meiddist þegar að Villa tapaði 1-0 fyrir Manchester United um helgina.

Given er 35 ára gamall og mun Bandaríkjamaðurinn Brad Guzan standa vaktina í marki Villa á meðan Given verður frá.

„Þetta er óheppilegt en svona er fótboltinn,“ sagði Alex McLeish, stjóri Villa, í viðtali á heimasíðu félagsins. „Við höfum mikla trú á Brad sem getur verið stoltur af frammistöðunni eftir að hann kom inn á fyrir Shay um helgina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×